Viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Trumps og Daniels Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 14. mars 2024 23:00 Stormy Daniels segist hafa átt í ástarsambandi við Trump árið 2006. Hún vænir hann um að hafa greitt sér mútur í aðdraganda forsetakosninganna árið 2016 fyrir að þegja yfir sambandinu. Getty Saksóknarar á Manhattan sögðust í kvöld viljugir til að fresta réttarhöldum í máli Donalds Trumps fyrrverandi Bandaríkjaforseta og forsetaframbjóðanda, þar sem hann er ákærður fyrir að hafa greitt mútur, í allt að mánuð til að skoða ný gögn. Réttarhöld áttu að hefjast 25. mars næstkomandi með vali á kviðdómi á Manhattan í New York. Málið er eitt fjögurra, sem höfðað er af hinu opinbera gegn Trump, en þessa dagana er skjalamálið svokallaða til meðferðar í Flórída. Þar keppast lögmenn Trumps við að sannfæra dómara að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Embætti héraðssaksóknara á Manhattan lýsti því í bréfi, sem sent var dómstólum í dag, að það væri tilbúið til að fresta málaferlunum um 30 daga. Það væri vegna þess að embættinu hafi nú borist frá ríkissaksóknara gagnpakki, sem teldi um 31 þúsund blaðsíður, og ætti von á meiru í næstu viku. „Þessi gögn virðast innihalda upplýsingar sem varða málið, þar á meðal upplýsingar sem héraðssaksóknari óskaði eftir frá skrifstofu ríkissaksóknara fyrir meira en ári síðan og ríkissaksóknari hefur hingað til neitað að afhenda,“ segir í bréfinu. Lögmenn Trumps hafa óskað eftir því að réttarhöldum verði frestað um annað hvort níutíu daga eða þá að ákæra veðri látin niður falla, og vísað til þess að saksóknari hafi ekki deilt þeim gögnum, sem hann hefur undir höndum, samkvæmt bókarinnar staf. Saksóknarar hafa slegið þessar kröfur út af borðinu og vísað til þess að níutíu dagar séu yfirdrifinn tími. Málið snýst um vitnisburð Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trumps, um að Trump hafi leiðbeint honum að greiða klámmyndastjörnunni Stormy Daniels meira en 130 þúsund Bandaríkjadali, sem jafngildir um 18 milljónum króna. Ástæða greiðslunnar er sögð til þess að Daniels myndi í aðdraganda forsetakosninganna 2016 þegja yfir kynferðislegu sambandi þeirra Trumps, sem hún segist hafa átt við hann meira en áratug áður. Þá er Trump jafnframt ákærður fyrir að hafa flokkað greiðslurnar sem greiðslur til Cohen fyrir lögfræðiaðstoð. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. 14. mars 2024 16:25 Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. 13. mars 2024 16:18 Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Réttarhöld áttu að hefjast 25. mars næstkomandi með vali á kviðdómi á Manhattan í New York. Málið er eitt fjögurra, sem höfðað er af hinu opinbera gegn Trump, en þessa dagana er skjalamálið svokallaða til meðferðar í Flórída. Þar keppast lögmenn Trumps við að sannfæra dómara að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Embætti héraðssaksóknara á Manhattan lýsti því í bréfi, sem sent var dómstólum í dag, að það væri tilbúið til að fresta málaferlunum um 30 daga. Það væri vegna þess að embættinu hafi nú borist frá ríkissaksóknara gagnpakki, sem teldi um 31 þúsund blaðsíður, og ætti von á meiru í næstu viku. „Þessi gögn virðast innihalda upplýsingar sem varða málið, þar á meðal upplýsingar sem héraðssaksóknari óskaði eftir frá skrifstofu ríkissaksóknara fyrir meira en ári síðan og ríkissaksóknari hefur hingað til neitað að afhenda,“ segir í bréfinu. Lögmenn Trumps hafa óskað eftir því að réttarhöldum verði frestað um annað hvort níutíu daga eða þá að ákæra veðri látin niður falla, og vísað til þess að saksóknari hafi ekki deilt þeim gögnum, sem hann hefur undir höndum, samkvæmt bókarinnar staf. Saksóknarar hafa slegið þessar kröfur út af borðinu og vísað til þess að níutíu dagar séu yfirdrifinn tími. Málið snýst um vitnisburð Michaels Cohen, fyrrverandi lögmanns Trumps, um að Trump hafi leiðbeint honum að greiða klámmyndastjörnunni Stormy Daniels meira en 130 þúsund Bandaríkjadali, sem jafngildir um 18 milljónum króna. Ástæða greiðslunnar er sögð til þess að Daniels myndi í aðdraganda forsetakosninganna 2016 þegja yfir kynferðislegu sambandi þeirra Trumps, sem hún segist hafa átt við hann meira en áratug áður. Þá er Trump jafnframt ákærður fyrir að hafa flokkað greiðslurnar sem greiðslur til Cohen fyrir lögfræðiaðstoð. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin áttu að hefjast 4. mars en hefur verið frestað um óákveðinn tíma. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. 14. mars 2024 16:25 Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. 13. mars 2024 16:18 Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23 Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Fleiri fréttir Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Fagnaði fyrstu hundrað dögunum í Hvíta húsinu Pakistan segir Indland mögulega gera árás á næstu klukkustundum Árásarmannsins enn leitað Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Fella niður hluta ákæru á hendur meintum sveppamorðingja Íhuga að loka Everest öðrum en reyndu göngufólki Bannað að selja auðmönnum evrópskan ríkisborgararétt Orsakir rafmagnsleysisins sögulega enn óþekktar Fjórir létust þegar bíl var ekið í gegnum frístundaheimili Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Allt í rugli á Rauðahafi Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Sjá meira
Trump í dómsal í Flórída Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, er í Flórída í dag þar sem lögfræðingar hans reyna að sannfæra dómara um að hann hafi ekki brotið lög þegar hann tók opinber gögn og leynileg skjöl með sér úr Hvíta húsinu. Hann vill að málið verði fellt niður. 14. mars 2024 16:25
Felldi niður ákæruliði gegn Trump og félögum í Georgíu Dómari í Georgíu felldi í dag óvænt sex ákæruliði niður af 41 í dómsmáli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og bandamanna hans. Ákæruliðirnir snúa meðal annars að símtali Trumps til innanríkisráðherra Georgíu, þar sem hann beitti hann þrýstingi um að snúa úrslitum kosninganna í ríkinu árið 2020. 13. mars 2024 16:18
Sagan endurtekur sig: Trump með naumt forskot á Biden en báðir glíma við vandamál Bæði Donald Trump og Joe Biden tryggðu sér tilnefningu flokks síns í gærkvöldi, eftir að forvall fór fram í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna. Báðum tókst að tryggja sér þann lágmarksfjölda kjörmanna sem þarf og er því ljóst að þeir munu mætast aftur í forsetakosningunum í nóvember. 13. mars 2024 06:23