Vill svör frá stjórnvöldum um kröfu í Kerlingarhólma Lovísa Arnardóttir skrifar 15. mars 2024 09:01 Gerð hefur verið krafa í eyjar og sker við Ísland. Innan þeirrar kröfu var krafa í tún í Borgarfirði sem heitir Kerlingarhólmi. Eigendur vilja skýringar á því frá yfirvöldum. Myndin er tekin í Borgarfirði. Vísir/Vilhelm Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi á Brekku í Borgarfirði á nú í deilum við ríkið vegna kröfu Óbyggðanefndar í sker og eyjar við Ísland. Landið sem Þórhildur á og nefndin hefur gert kröfu í er reyndar ekki eyja heldur er tún og er í um 40 kílómetra fjarlægð frá strandlengjunni. Hún hefur nú krafist skýringa frá nefndinni. „En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
„En heitir þessu fræga nafni Kerlingarhólmi,“ segir Þórhildur en hún ræddi málið í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Um er að ræða ellefu hektara tún í miðjum Norðurárdal í Borgarfirði Þórhildur segir að einhvern veginn hafi hólminn endað í kröfugerð Óbyggðanefndar sem gerði nýlega kröfu í sker og eyjar við Ísland. Eigendur hafa til 15. maí til að staðfesta eignarétt sinn og sanna. Kröfugerðin hefur vakið mikla reiði en í henni er meðal annars gerð krafa til hluta Heimaeyjar og nær allra eyja og skerja á Breiðafirði, svo eitthvað sé nefnt. Vill að krafan verði felld niður Þórhildur segir að hún meti nú ásamt fjölskyldu sinni hver þeirra næstu skref eigi að vera. Það hafi verið gerð mistök sem þurfi að leiðrétta og hún hafi vonast til þess að það yrði gert og málinu lokið. Fjallað var um málið í upphafi mánaðar en Þórhildur segir að frá þeim tíma hafi þau ekkert heyrt frá stjórnvöldum. Því hafi þau sent bréf á stjórnvöld þar sem þau óska eftir rökstuðningi fyrir kröfunni og benda á að tún þeirra falli utan skilyrða kröfu nefndarinnar. Því vilji þau að krafan verði felld niður. Þórhildur segir það mikil vonbrigði að þingmenn kjördæmisins hafi ekki sýnt þessu mikinn áhuga. Hún hafi sem dæmi ekkert heyrt í fjármálaráðherra, Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur, oddvita Sjálfstæðisflokksins í kjördæminu en hafi í gær fengið símtal frá þingmanni Framsóknarflokksins, Lilju Rannveigu Sigurgeirsdóttur. Þórhildur segir að þau muni fara með málið eins langt og þau komist. Þau muni verja land sitt eins og þau geti. Hægt er að hlusta á viðtalið við hana hér að neðan. Fjármálaráðuneytið segir í útskýringu til fréttastofu vegna málsins að þau hafi lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar. Það land sem hafi verið í kröfulýsingunni, en fellur utan skilyrða hennar, falli það út af henni. Fréttin var uppfærð eftir að ráðuneytið sendi útskýringu til fréttastofu eftir birtingu fréttarinnar. Uppfært 15.3.2024 klukkan 10.00. Útskýringin var þessi: Kröfugerðin tekur til landsvæða utan strandlengju meginlandsins og miðast við stórstraumsfjöruborð. Hafi land, sem fellur innan þess svæðis, verið tilgreint í kröfulýsingu þá mun það falla út af henni. Fjármála- og efnahagsráðuneytið hefur lagt áherslu á það við lögmenn íslenska ríkisins að ekki þurfi að bíða fram yfir kröfulýsingafrest gagnaðila til að hefja vinnu við að undanskilja þau svæði sem reynast vera utan afmörkunar kröfusvæðis (innan strandlengjunnar) og þannig utan kröfugerðar.
Jarða- og lóðamál Borgarbyggð Bítið Tengdar fréttir Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56 Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51 Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42 Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Geti ekki lengur falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðinga Forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyjar segir að Óbyggðanefnd hafi í síðustu viku hafnað ósk fjármálaráðherra um breytta málsmeðferð vegna kröfulýsingar ríkisins á landi í Vestmannaeyjum. Hann segir ráðherrann ekki geta falið sig á bakvið embættismenn og lögfræðiskrifstofu, valdið sé hennar. 26. febrúar 2024 13:56
Óbyggðanefnd endurskoði afstöðu sína Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra hefur farið þess á leit við óbyggðanefnd að hún endurskoði afstöðu sína vegna kröfu ríkisins í Vestmannaeyjar. 19. febrúar 2024 13:51
Segir Eyjamálið ekki enn komið á sitt borð Þórdís Kolbrún Gylfadóttir Reykfjörð, fjármála- og efnahagsráðherra, segir kröfu ríkisins í hluta Vestmannaeyjar, ekki á sínu borði enn sem komið er. Hún segir um að ræða ferli sem öll önnur svæði á landinu hafi farið í gegnum og hvetur Eyjamenn til að gæta réttar síns. Forseti bæjarstjórnar segir ráðherrann bera ábyrgð. 13. febrúar 2024 20:42
Klóra sér í kollinum yfir óvæntri kröfu um Grímsey Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Akureyrar, segir lögmenn bæjarins með kröfu Óbyggðanefndar um að hluti Grímseyjar verði að þjóðlendu til skoðunar. 13. febrúar 2024 15:10