„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar“ Samúel Karl Ólason skrifar 15. mars 2024 10:15 Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans. AP/Brett Duke Rottur hafa komist í kannabisefni í sönnunargagnageymslu í höfuðstöðvum lögreglunnar í New Orleans í Bandaríkjunum. Lögreglustjórinn segir rotturnar allar útúrdópaðar en byggingin er sögð í verulega slæmu ásigkomulagi. „Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn. Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira
„Rotturnar eru að éta marijúanað okkar. Þær eru allar í vímu,“ sagði Anne Kirkpatrick, lögreglustjóri New Orleans á nýlegum fundi með borgarstjórn borgarinnar. Hún sagði rottur víðsvegar um höfuðstöðvar lögreglunnar og að lögregluþjónar hefðu fundið rottskít á skrifborðum sínum. Umrædd bygging hefur hýst lögregluna í New Orleans frá 1968 en samkvæmt AP fréttaveitunni stendur til að flytja lögregluna um set. Kirkpatrick tók við sem lögreglustjóri í október og hefur það verkefni að finna nýjar höfuðstöðvar fyrir lögregluna verið í forgangi hjá henni. Talsmenn lögreglunnar hafa ekki svarað fyrirspurnum blaðamanna fréttaveitunnar um það hvernig það uppgötvaðist að rottur hefðu étið fíkniefnin eða hvort það hefði haft áhrif á einhverjar rannsóknir lögreglunnar. Ekki liggur fyrir í hvaða formi umrætt marijúana var þegar rotturnar átu það. Kirkpatrick segir ástandið ekki líðandi. Loftræstikerfi og lyftur í byggingunni virki sjaldan og mygla og kakkalakkar finnist víða í höfuðstöðvunum. Ástandið komi bæði niður á starfsanda og nýtt starfsfólk vilji ekki vinna í húsinu. Þá segir hún að ræstitæknum lögreglunnar sé ekki um að kenna. Þau eigi verðlaun skilið fyrir að reyna að halda byggingunni eins hreinni og þau geta. Meðal þess sem verið er að skoða er að leigja byggingu fyrir lögregluna til tíu ára. Slíkt myndi kosta 7,6 milljónir dala og gefa þeim sem að málinu koma lengri tíma til að finna varanlega lausn.
Bandaríkin Dýr Mest lesið Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi Innlent Fleiri fréttir Hafi afhent Trump Friðarverðlaunin Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Trump sýndi verkamanni puttann Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Sjá meira