Engir langtímakjarasamningar án gjaldfrjálsra skólamáltíða Bjarki Sigurðsson skrifar 16. mars 2024 12:38 Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambandsins. Vísir/Vilhelm Formaður Starfsgreinasambandsins segir það ekki koma til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum við sveitarfélögin. Hann sakar Sjálfstæðismenn um að notfæra sér verkalýðshreyfinguna í pólitískri skák. Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Í grein sem birt var í Morgunblaðinu á fimmtudag gagnrýndu 26 oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum landsins formann Sambands íslenskra sveitarfélaga fyrir að fara gegn vilja þeirra í aðkomu sinni að kjarasamningum á almennum vinnumarkaði. Sjálfstæðismennirnir eru mjög svo á móti því að skólamáltíðir verði gerðar gjaldfrjálsar í þeim kjarasamningum sem verið er að semja um. Kemur ekki til greina að sleppa máltíðunum Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki sáttur með Sjálfstæðismennina og segir þá vera að notfæra sér verkalýðsbaráttuna í pólitískri skák. Verkalýðshreyfingin á eftir að semja við Samband íslenskra sveitarfélaga og segir Vilhjálmur að það komi ekki til greina að sleppa gjaldfrjálsum skólamáltíðum í langtímakjarasamningum. „Ég tel að 99 prósent sveitarfélaga munu efna þetta loforð að fullu. Ef það verða einhver einstök sveitarfélög sem ekki munu gera það, þá klárlega verður samningurinn hjá því sveitarfélagi bara laus í febrúar á næsta ári,“ segir Vilhjálmur. Umtalsverður ávinningur Hann segir gjaldfrjálsu skólamáltíðirnar skila sér heilmiklu til heimilanna. „Fríar skólamáltíðir skipta okkur gríðarlega miklu máli. Við erum mjög hrifin af þessari hugmyndafræði sem þarna er. Hún mun skila okkar fólki umtalsverðum ávinningi. Það liggur fyrir að hjón með tvö börn á grunnskólastigi séu að spara sér þarna 24 þúsund krónur á mánuði. Til að vera með 24 þúsund krónur í ráðstöfunartekjur þá þyrftum við að hækka laun hér um allt að 40 þúsund krónur á mánuði þannig þetta er umtalsverður ávinningur,“ segir Vilhjálmur. Vilhjálmur skrifaði einnig pistil um málið á Facebook-síðu sína sem lesa má hér fyrir neðan.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Stéttarfélög Sjálfstæðisflokkurinn Vinnumarkaður Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Fleiri fréttir Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent