Segir Ómar hafa hótað pari málsókn vegna viðtals Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. mars 2024 11:25 Ómar Valdimarsson, til vinstri, birti persónuupplýsingar umbjóðenda sinna og tölvupóstsamskipti við þau. Einar Hugi Bjarnason, til hægri, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir hönd fólksins og segir þau íhuga að kæra Ómar fyrir birtinguna. Par segir Ómar Valdimarsson lögmann hafa hótað þeim málsókn eftir að þau sögðu hann hafa höfðað dómsmál fyrir þeirra hönd án vitneskju þeirra. Ómar birti tölvupóstsamskipti sín við parið á Facebook og sagði þau skorta lesskilning. Parið skoðar hvort tilefni sé til að kæra birtingu Ómars á persónuupplýsingum þeirra og íhuga að kvarta yfir honum til úrskurðarnefndar lögmanna. Vísir fjallaði um dóm sem féll 28. febrúar í máli Hrafntinnu Eirar Hermóðsdóttur og Ágústs Leós Björnssonar gegn flugfélaginu Neos vegna ógreiddra flugbóta en parið var þar dæmt til að greiða 350 þúsund króna málskostnað. Þegar blaðamaður hafði samband við parið fyrir viku síðan komu þau af fjöllum, vissu ekki að málið hefði farið fyrir dóm og höfðu ekkert heyrt frá Flugbótum. Formaður Lögmannafélagsins sagði það ekki eiga að gerast að fólk viti ekki af dómsmálum sem höfðuð eru í þeirra nafni. Eigandi Flugbóta, lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson, svaraði nokkrum dögum síðar fyrir sig á Facebook. Hann sagði parið skorta lesskilning og birti skjáskot af samskiptum sínum við þau sér til rökstuðnings. Einnig gagnrýndi hann formann Lögmannafélagsins fyrir að tjá sig um málið án vitenskju um málsatriði. Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður við Lögfræðistofu Reykjavíkur, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir parið og greinir frá stöðu málsins í samtali við fréttastofu. Hann segir heildarsögu samskipta parsins við Ómar ekki hafa komið fyllilega skýrt fram og rekur hana. Hafði umboð til að höfða dómsmál ef þörf krefði Parið hafi leitað til Flugbóta við innheimta bóta á hendur flugfélaginu Neos og gengið undir skilmála á vefsvæði Flugbóta.is þar sem lögmanni er veitt umboð „til að höfða dómsmál ef þörf krefur“. „Áður en málið var þingfest bauð flugfélagið fulla greiðslu höfuðstóls kröfunnar, gegn því að lögmaðurinn framvísaði umboði um að honum væri heimilt að taka við greiðslu fyrir hönd Ágústar og Hrafntinnu. Án samráðs við umbjóðendur mína hafnaði lögmaðurinn þessu boði,“ segir Einar Hugi. Flugfélagið hafi ítrekað boð sitt og boðið greiðslu vaxta til að stuðla að farsælli lausn málsins. „Lögmaðurinn hafnaði þessu boði, enn án samráðs við umbjóðendur mína, og kvaðst ekki reiðbúinn að ljúka málinu nema málskostnaður yrði einnig greiddur,“ segir Einar. Einar segir að Ómar hafi höfðað dómsmál gegn flugfélaginu án þess að upplýsa umbjóðendur um sáttaboð flugfélagsins „hvað þá að óska eftir samþykki fyrir málshöfðun, líkt og viðtekin venja er, áður en dómsmál eru höfðuð.“ Þetta eigi sér í lagi við í dómsmálum sem þessum þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru mun lægri en fyrirsjáanlegur kostnaður. „Þegar dómur gekk í málinu hafði lögmaðurinn svo ekki fyrir því að tilkynna umbjóðendum mínum um niðurstöðuna heldur fregnuðu þau af málalyktum með símtali frá blaðamanni þar sem þau eru upplýst um að málið hefði tapast og að þau hefðu verið dæmd til greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 350.000 krónur.“ Birti samskipti sín við parið Einar segir að í kjölfar viðtals við parið á Vísi hafi Ómar sett sig í samband við þau með töluvpósti og hótað „þeim málsókn dragi þau ummæli sín ekki til baka og á auk þess í hótunum við móður annars umbjóðanda míns.“ Eftir þau samskipti hafi hann „birt færslu á Facebook þar sem hann rekur málið út frá sínum bæjardyrum, talar niður til fyrrum skjólstæðinga sinna og birtir skrifleg samskipti sín við þau ásamt ljósmynd af vegabréfi annars umbjóðanda míns,“ segir Einar. Facebook færslan hafi núna verið lagfærð og ljósmynd af vegabréfi tekin út. Hins vegar standi eftir skrifleg trúnaðarsamskipti parsins við lögmanninn og þau orð sem hann láti falla í þeirra garð. „Þetta er ámælisvert í ljósi þess trúnaðartrausts og þagnarskyldu sem ríkir milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra og gildir þó að lögmaður hafi lokið störfum fyrir viðkomandi skjólstæðing,“ segir Einar. Íhuga næstu skref Einar segir umbjóðendur sína nú íhuga næstu skref í málinu, þar með talið hvort ástæða sé til að kvarta yfir háttsemi lögmannsins til úrskurðarnefndar lögmanna og persónuverndar. „Á þeim vettvangi fæst úr því skorið hvort lögmaðurinn hafi brotið af sér í störfum sínum fyrir umbjóðendur mína, þ.m.t. siðareglur lögmanna, lögmannalög, persónuverndarlög og lagareglur um friðhelgi einkalífs,“ segir Einar. „Þá íhuga umbjóðendur mínir hvort að ástæða sé til að kæra birtingu lögmannsins á viðkvæmum persónuupplýsingum þeirra á Facebook til lögreglu en samkvæmt 228. gr. almennra hegningarlaga er refsivert að brjóta gegn friðhelgi einkalífs m.a. með því að birta í heimildarleysi gögn um einkamálefni viðkomandi,“ segir hann. Hvenær heldurðu að það verði? „Ég hugsa að ákvöðun um það verði tekin fyrir vikulok,“ segir Einar að lokum. Hefur þú sögu að segja? Hefur þér verið hótað málsókn af lögmanni? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið. Dómsmál Persónuvernd Neytendur Lögmennska Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Vísir fjallaði um dóm sem féll 28. febrúar í máli Hrafntinnu Eirar Hermóðsdóttur og Ágústs Leós Björnssonar gegn flugfélaginu Neos vegna ógreiddra flugbóta en parið var þar dæmt til að greiða 350 þúsund króna málskostnað. Þegar blaðamaður hafði samband við parið fyrir viku síðan komu þau af fjöllum, vissu ekki að málið hefði farið fyrir dóm og höfðu ekkert heyrt frá Flugbótum. Formaður Lögmannafélagsins sagði það ekki eiga að gerast að fólk viti ekki af dómsmálum sem höfðuð eru í þeirra nafni. Eigandi Flugbóta, lögmaðurinn Ómar R. Valdimarsson, svaraði nokkrum dögum síðar fyrir sig á Facebook. Hann sagði parið skorta lesskilning og birti skjáskot af samskiptum sínum við þau sér til rökstuðnings. Einnig gagnrýndi hann formann Lögmannafélagsins fyrir að tjá sig um málið án vitenskju um málsatriði. Einar Hugi Bjarnason, hæstaréttarlögmaður við Lögfræðistofu Reykjavíkur, hefur tekið að sér hagsmunagæslu fyrir parið og greinir frá stöðu málsins í samtali við fréttastofu. Hann segir heildarsögu samskipta parsins við Ómar ekki hafa komið fyllilega skýrt fram og rekur hana. Hafði umboð til að höfða dómsmál ef þörf krefði Parið hafi leitað til Flugbóta við innheimta bóta á hendur flugfélaginu Neos og gengið undir skilmála á vefsvæði Flugbóta.is þar sem lögmanni er veitt umboð „til að höfða dómsmál ef þörf krefur“. „Áður en málið var þingfest bauð flugfélagið fulla greiðslu höfuðstóls kröfunnar, gegn því að lögmaðurinn framvísaði umboði um að honum væri heimilt að taka við greiðslu fyrir hönd Ágústar og Hrafntinnu. Án samráðs við umbjóðendur mína hafnaði lögmaðurinn þessu boði,“ segir Einar Hugi. Flugfélagið hafi ítrekað boð sitt og boðið greiðslu vaxta til að stuðla að farsælli lausn málsins. „Lögmaðurinn hafnaði þessu boði, enn án samráðs við umbjóðendur mína, og kvaðst ekki reiðbúinn að ljúka málinu nema málskostnaður yrði einnig greiddur,“ segir Einar. Einar segir að Ómar hafi höfðað dómsmál gegn flugfélaginu án þess að upplýsa umbjóðendur um sáttaboð flugfélagsins „hvað þá að óska eftir samþykki fyrir málshöfðun, líkt og viðtekin venja er, áður en dómsmál eru höfðuð.“ Þetta eigi sér í lagi við í dómsmálum sem þessum þar sem fjárhagslegir hagsmunir eru mun lægri en fyrirsjáanlegur kostnaður. „Þegar dómur gekk í málinu hafði lögmaðurinn svo ekki fyrir því að tilkynna umbjóðendum mínum um niðurstöðuna heldur fregnuðu þau af málalyktum með símtali frá blaðamanni þar sem þau eru upplýst um að málið hefði tapast og að þau hefðu verið dæmd til greiðslu málskostnaðar að fjárhæð 350.000 krónur.“ Birti samskipti sín við parið Einar segir að í kjölfar viðtals við parið á Vísi hafi Ómar sett sig í samband við þau með töluvpósti og hótað „þeim málsókn dragi þau ummæli sín ekki til baka og á auk þess í hótunum við móður annars umbjóðanda míns.“ Eftir þau samskipti hafi hann „birt færslu á Facebook þar sem hann rekur málið út frá sínum bæjardyrum, talar niður til fyrrum skjólstæðinga sinna og birtir skrifleg samskipti sín við þau ásamt ljósmynd af vegabréfi annars umbjóðanda míns,“ segir Einar. Facebook færslan hafi núna verið lagfærð og ljósmynd af vegabréfi tekin út. Hins vegar standi eftir skrifleg trúnaðarsamskipti parsins við lögmanninn og þau orð sem hann láti falla í þeirra garð. „Þetta er ámælisvert í ljósi þess trúnaðartrausts og þagnarskyldu sem ríkir milli lögmanna og skjólstæðinga þeirra og gildir þó að lögmaður hafi lokið störfum fyrir viðkomandi skjólstæðing,“ segir Einar. Íhuga næstu skref Einar segir umbjóðendur sína nú íhuga næstu skref í málinu, þar með talið hvort ástæða sé til að kvarta yfir háttsemi lögmannsins til úrskurðarnefndar lögmanna og persónuverndar. „Á þeim vettvangi fæst úr því skorið hvort lögmaðurinn hafi brotið af sér í störfum sínum fyrir umbjóðendur mína, þ.m.t. siðareglur lögmanna, lögmannalög, persónuverndarlög og lagareglur um friðhelgi einkalífs,“ segir Einar. „Þá íhuga umbjóðendur mínir hvort að ástæða sé til að kæra birtingu lögmannsins á viðkvæmum persónuupplýsingum þeirra á Facebook til lögreglu en samkvæmt 228. gr. almennra hegningarlaga er refsivert að brjóta gegn friðhelgi einkalífs m.a. með því að birta í heimildarleysi gögn um einkamálefni viðkomandi,“ segir hann. Hvenær heldurðu að það verði? „Ég hugsa að ákvöðun um það verði tekin fyrir vikulok,“ segir Einar að lokum. Hefur þú sögu að segja? Hefur þér verið hótað málsókn af lögmanni? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Hefur þú sögu að segja? Hefur þér verið hótað málsókn af lögmanni? Sendu okkur ábendingu á ritstjorn@visir.is. Fullum trúnaði er heitið.
Dómsmál Persónuvernd Neytendur Lögmennska Fréttir af flugi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira