Eiga að koma Íslandi á EM: Steinunn fljót í landsliðið eftir barnsburð en Þórey Anna ekki með Sindri Sverrisson skrifar 19. mars 2024 14:09 Steinunn Björnsdóttir er mætt aftur í íslenska landsliðið. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Arnar Pétursson hefur valið þá leikmenn sem hann treystir á að komi Íslandi í lokakeppni EM kvenna í handbolta þegar undankeppnin klárast í byrjun næsta mánaðar. Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391) Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Á meðal leikmanna sem koma inn í hópinn frá því um síðustu mánaðamót, þegar liðið mætti Svíþjóð í tveimur erfiðum leikjum, er Steinunn Björnsdóttir, leikmaður Fram, sem eignaðist son þann 18. nóvember. Ísland mætir Lúxemborg ytra miðvikudaginn 3. apríl kl. 16:45 og lýkur undankeppninni á heimaleik við Færeyjar sunnudaginn 7. apríl kl. 16, á Ásvöllum. Frítt er á heimaleikinn í boði Icelandair. Arnar valdi 21 leikmann í hópinn núna og auk Steinunnar koma þær Hafdís Renötudóttir, Andrea Jacobsen og Díana Dögg Magnúsdóttir aftur inn eftir meiðsli. Þá fær nýliðinn Katrín Anna Ásmundsdóttir úr Gróttu sæti í hópnum en auk hennar er Alfa Brá Hagalín úr Fram í hópnum líkt og síðast, án þess að hafa spilað landsleik. Afar nálægt sæti á EM Katla María Magnúsdóttir er meidd og Þórey Anna Ásgeirsdóttir gefur ekki kost á sér. Aldís Ásta Heimisdóttir dettur einnig út úr hópnum sem síðast var valinn. Ísland er á góðri leið með að tryggja sér sæti á EM en tvö efstu liðin í hverjum riðli undankeppninnar komast á EM, auk fjögurra liða af átta með bestan árangur í 3. sæti. Ísland vann Færeyjar á útivelli 28-23, og Lúxemborg heima 32-14, en eftir töpin tvö gegn Svíþjóð er liðið jafnt Færeyjum með fjögur stig, því Færeyjar hafa unnið báða leiki sína við Lúxemborg. Það er því ljóst að Ísland og Færeyjar mætast í úrslitaleik um 2. sæti riðilsins, en mögulega komast bæði lið á EM. Landsliðshópurinn: Markverðir: Elín Jóna Þorsteinsdóttir, EH Aalborg (57/2) Hafdís Renötudóttir, Valur (56/3) Sara Sif Helgadóttir, Valur (9/0) Aðrir leikmenn: Alfa Brá Hagalín, Fram (0/0) Andrea Jakobsen, Silkeborg-Voel (50/75) Berglind Þorsteinsdóttir, Fram (24/5) Díana Dögg Magnúsdóttir, BSV Sachsen Zwickau (50/68) Elín Rósa Magnúsdóttir, Valur (17/39) Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukar (10/17) Elísa Elíasdóttir, ÍBV (13/11) Hildigunnur Einarsdóttir, Valur (106/124) Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Skara (13/10) Katrín Anna Ásmundsdóttir, Grótta (0/0) Katrín Tinna Jensdóttir, ÍR (18/6) Lilja Ágústsdóttir, Valur (22/15) Perla Rut Albertsdóttir, Selfoss (46/85) Steinunn Björnsdóttir, Fram (46/60) Sunna Jónsdóttir, ÍBV (88/64) Thea Imani Sturludóttir, Valur (76/168) Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfoss (2/1) Þórey Rósa Stefánsdóttir, Fram (135/391)
Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Markverði Víðis boðið til Real Madrid „Agndofa við að sjá þetta allt“ Fótbolti Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Körfubolti Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Handbolti Dæmir úrslitaleik Evrópudeildar þrátt fyrir umdeilda fortíð Fótbolti Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn Rændi banka á leiðinni á völlinn og dæmdur í 32 ára fangelsi Sport Alltaf markmiðið að spila fyrir Barcelona Sport Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Handbolti Víðir og Reynir ekki í eina sæng Íslenski boltinn Fara fram á tveggja og hálfs árs fangelsi yfir Ingebrigtsen Sport Fleiri fréttir ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann HSÍ ræður Roland Eradze sem markmannsþjálfara Strákarnir okkar í öðrum styrkleikaflokki Nýr forseti norska sambandsins spilaði hjá Þóri og Marit Breivik „Gerðum út um leikinn og ekki yfir miklu að kvarta“ Uppgjörið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til Sjá meira
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Íslenski boltinn