Ný vísitala íbúðaverðs hækkar Árni Sæberg skrifar 19. mars 2024 18:58 Nýja vísitalan tekur til húsnæðisverðs á öllu landinu, ekki bara á höfuðborgarsvæðinu eins og sú gamla. Vísir/Arnar Ný vísitala íbúðaverðs hækkaði um 1,9 prósent á milli mánaða í febrúar og hefur hækkað um 5,7 prósent á síðustu tólf mánuðum. Með nýju vísitölunni má sjá verðþróun eftir landssvæðum og íbúðaflokkum, en gamla vísitalan sýndi einungis verðþróun á höfuðborgarsvæðinu. Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS. Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar segir að nýja vísitalan endurspegli betur verðsveiflur á milli mánaða og breyting á vísitölum hafi ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Ný vísitala íbúðaverðs hafi verið 101,9 í febrúar 2024 og hækkað um 1,9 prósent á milli mánaða. Þetta sé í fyrsta sinn sem þessi vísitala er birt en 100 gildi hennar miði við janúar 2024. Ásamt vísitölu fyrir landið allt gefi HMS nú út fjórar undirvísitölur íbúðaverðs, en þær séu fyrir sérbýli og fjölbýli, bæði á höfuðborgarsvæðinu á landsbyggðinni. Gildi vísitalnanna, ásamt hækkun þeirra á milli mánaða og tólf mánaða hækkun, má sjá í töflunni hér að neðan, en hægt er að nálgast gildi þeirra frá janúarmánuði 2023 hér. HMS Nýja vísitalan taki hraðar við sér Á grafinu hér að neðan má sjá má sjá nýja vísitölu íbúðaverðs bakreiknaða frá janúar 2023. Í tilkynningunni segir að á grafinu megi greina einhverjar sveiflur á milli mánaða í nýju vísitölunni á tímabilinu. Þar sem vísitalan byggi einungis á gögnum síðastliðins mánaðar taki hún hraðar við sér ef markaðurinn hreyfist heldur en eldri vísitala sem notaðist við upplýsingar síðastliðinna þriggja mánaða. Nýja vísitalan sé gæðaleiðrétt, sem þýði að breytingar á milli mánaða í „gæðum“ seldra eigna ætti ekki að hafa áhrif á þróun vísitölunnar. Þannig ætti vísitalan til dæmis ekki að taka breytingum ef hátt meðalkaupverð í einum mánuði skýrist af háu hlutfalli nýlegra eigna eða öðrum eiginleikum sem tekið er tillit til í fasteignamati. Gæðaleiðréttingin byggi á fasteignamati eigna, þannig að vísitalan hækki ef hlutfall kaupverðs og fasteignamats seldra eigna hækkar milli mánaða. Með afnámi á þriggja mánaða meðaltali íbúðaverðs og innleiðingar gæðaleiðréttingar telji HMS að ný vísitala íbúðaverðs endurspegli betur verðsveiflur í rauntíma en sú gamla. Þar sem vísitalan mæli ekki það sama og eldri vísitölur sem HMS hefur gefið út sé ekki mælt með því að tengja þær saman nema sérstaklega sé tekið tillit til ólíks eðlis vísitalnanna. Margt sé frábrugðið í útreikningsaðferðum nýrri og eldri vísitölu. Til að mynda séu mismunandi löng tímabil lögð til grundvallar, í nýrri vísitölu sé gæðaleiðrétt kaupverð vegið með tilliti til heildarfasteignamats í hverjum flokki en eldri vísitalan byggi á fermetraverði vegnu með tilliti til veltu. Hefur engin áhrif á verðbólgumælingar HMS árétti að breyting á vísitölu íbúðaverðs hefur ekki áhrif á verðbólgumælingar Hagstofu. Verðbólgumælingarnar séu byggðar á útreikningum Hagstofu á reiknaðri húsaleigu sem séu ótengdar mælingum HMS.
Húsnæðismál Fasteignamarkaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Innlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Óskiljanleg lánaviðmið og Grammy-tilnefning stórstjörnunnar Sjá meira