Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 23:56 Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur VÍSIR/ARNAR Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum. Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum.
Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Innlent Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Innlent Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti Innlent Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sleginn í höfuðið með áhaldi Kyngreint sæði notað í fyrsta skipti í Íslandssögunni Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Guðlaugur Þór boðar tíðindi innan skamms og áfall í Eyjum Óvenjulegt mál með hörmulegum afleiðingum Áslaug Arna boðar til fundar Þýðir ekki að fara á taugum segir borgarstjóri og hyggur á endurkjör Meiriháttar líkamsárás í miðbænum „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Sjá meira
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53