Ólíklegt að spilað verði í Grindavík í sumar Jón Ísak Ragnarsson skrifar 19. mars 2024 23:56 Haukur Guðberg Einarsson er formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur VÍSIR/ARNAR Haukur Guðberg Einarsson formaður knattspyrnudeildar Grindavíkur heimsótti bæinn í dag og sótti æfingabúnað fyrir fótboltafélagið. Hann verður fluttur yfir í Safamýri þar sem Grindavík hefur fótboltaaðstöðu í sumar. Hann telur ólíklegt að hægt verði að spila á Grindavíkurvelli í sumar. Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum. Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Mikið sem þarf að sækja Dagurinn í dag var fyrsti dagur flutninga. Í Grindavík er mikill búnaður og Haukur áætlar að verkið taki nokkra daga. Þetta verður allt saman flutt yfir í Safamýrina þar sem Grindvíkingar verða með æfingaraðstöðu. Víkingar hafa reynst Grindvíkingum vel og Haukur kann þeim miklar þakkir fyrir. Mjög ólíklegt að hægt verði að æfa í Grindavík í sumar „Aðstæður þyrftu að breytast svakalega til að við gætum spilað hér í sumar. Það er sprunga í gegnum aðalvöllinn okkar og svo er sprunga sem liggur í gegnum fótboltahúsið okkar, sem er orðið ónýtt,“ segir Haukur. Undirbúningur fyrir sumarið gengið lygilega vel Sumarið leggst vel í Grindvíkinga segir Haukur og undirbúningstímabilið hafi gengið vel. Karlaliðið sé nýkomið úr keppnisferðalagi sem gekk mjög vel og kvennaliðið sé núna erlendis í æfingarferð. Hann segir að það sé lyginni líkast hvað það hefur gengið vel að halda þessu saman. Groundhog day hjá Grindvíkingum Haukur er orðinn þreyttur á óvissunni og segir að Grindvíkingar upplifi ástandið smávegis eins og „Groundhog day“, nú þegar gosið hefur fjórum sinnum á fjórum mánuðum. Erfitt sé að sjá fyrir endann á þessu. Hann heldur samt í jákvæðnina og hlakkar til að komast aftur heim. Haukur vill koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem hafa staðið í sjálfboðavinnu við að halda boltanum rúllandi hjá Grindvíkingum.
Fótbolti Grindavík UMF Grindavík Tengdar fréttir Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Fleiri fréttir Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Landris geti leitt til lengra goss Sérfræðingur hjá Almannavörnum segir núverandi eldgos skera sig úr hinum þremur sem orðið hafa á Reykjanesskaganum síðustu mánuði að því leyti að landris sé hafið að nýju meðan það gýs enn. Það geti leitt til þess að eldgosið, sem er þegar orðið lengra en síðustu þrjú, lengist enn fremur. 19. mars 2024 20:53