Richarlison: Þetta bjargaði lífi mínu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 15:30 Richarlison er með risastórt hlúðflúr á bakinu á sér þar sem hann er á milli þeirra Ronaldo og Neymar Jr. Getty/Alex Pantling Brasilíski knattspyrnumaðurinn Richarlison hjá Tottenham er afar þakklátur fyrir sálfræðimeðferðina sem hann fékk sjálfur á sínum tíma og er því mjög ánægður með að brasilíska landsliðið sé nú komið með sálfræðing til starfa hjá sér. Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024 Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Marisa Lucia Santiago hefur verið ráðin sem liðssálfræðingur brasilíska landsliðsins en framundan er Copa America keppnin og áframhald á undankeppni HM þar sem Brasilíumenn eru aðeins í sjötta sætinu eftir sex leiki. „Það er mjög mikilvægt fyrir landsliðið að hafa sálfræðing til að hjálpa leikmönnum,“ sagði Richarlison. „Það erum aðeins við sjálfir sem þekkjum pressuna sem við glímum við, ekki aðeins inn á vellinum heldur utan hans líka. Ég þjáðist sjálfur meira utan hans. Það er mjög mikilvægt að geta leitað til sálfræðings,“ sagði Richarlison. Richarlison; "It's very important for the national team to have a psychologist to help the players. Only we know the pressure we suffer, not just on the pitch but off it. I suffered more even outside. It's important to have a psychologist. We know the prejudice that exists when pic.twitter.com/gKlBOIjyMA— Chris Cowlin (@ChrisCowlin) March 19, 2024 „Við þekkjum fordómanna sem koma upp þegar einhver segist vera að leita sér hjálpar. Þannig var það hjá mér en ekki lengur,“ sagði Richarlison. „Ég, sem landsliðsmaður og með rödd til að hafa áhrif, segi fólki að leita sér hjálpar því það bjargaði mínu lífi. Ég var þegar kominn á botninn,“ sagði Richarlison. Hinn 26 ára gamli Richarlison sagði frá því í september að hann hefði leitað aðstoðar sálfræðings eftir erfiða tíma sem höfðu slæm áhrif á frammistöðu hans inn á vellinum. Richarlison var að glíma við langvinn nárameiðsli sem endaði loks með því að hann fór í aðgerð í nóvember. „Það voru margir erfiðir mánuðir með mikinn sársauka í náranum. Blessunarlega þá fór ég í aðgerðina og hún gekk vel. Ég lagði mikla vinnu á mig og kom fyrr til baka en búist var við. Nú líður mér eins og ég sé hundrað prósent,“ sagði Richarlison. Hann getur náð að spila sinn fimmtugasta landsleik ef hann spilar bæði á móti Englandi og Spáni í þessum glugga. „Ég vil ekki hætta núna heldur halda áfram. Ég vil líka fá að halda upp á hundraðasta landsleikinn,“ sagði Richarlison. Richarlison speaks about how a psychologist is helping him with his mental health and asks players to open up to having a therapist pic.twitter.com/gCTuxyXE12— Sky Sports News (@SkySportsNews) March 20, 2024
Brasilía HM 2026 í fótbolta Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Fótbolti Fleiri fréttir Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira