Sjúklingar í lífshættu, fórnarlömb eigin þjáninga á biðstofu bráðamóttöku LSH G.Birgir Gunnlaugsson skrifar 20. mars 2024 12:31 Það eru 90 sjúklingar í 32 legurýmum og það bíða 23 á biðstofunni sagði örmagna hjúkrunarfræðingur innt nýverið eftir löngum biðtíma í agút tilfellum (2-3 klt). Þetta er ekki ástandið á bráðamótttöku spítala á stríðssvæði, heldur lýsing á ástandinu á einu bráðamótttöku íslendinga það er bráðamótttöku LSH í Fossvogi. Einu sinni var heilbrigðiskerfið okkar með þeim fremstu í heimi en rís varla undir nafni lengur sem slíkt. 4-6 vikna biðtími eftir tíma á heilsugæslu, 4-6 mánaða bið eftir tíma hjá sérfræðingi svo er það bráðamótttakan, þar bíður fólk 5-6 klt eftir læknisskoðun oftar en ekki sárþjáð og í lífshættu. Ástandið er verra ef þú ert eldri borgari, þá má viðkomandi bara bíða, það gerist ekkert og reiði aðstandenda magnast með hverjum klukkutímanum sem líður. Höfundur hefur verið því miður stórnotandi þessarrar þjónustu síðustu 5 árin og séð og upplifað bæði gott en líka það hræðilega og sorglega þegar ástandið fer úr böndunum. Ástandið hefur versnað ár frá ári og versnar enn. Á bráðamóttöku LSH var tekið við greindu agút hjartatilfelli frá sjúkrabíl (læknavakt) nýlega, og viðkomandi settur á ganginn fyrir framan agút stofurnar. Ekki settur í mónitor, ekki mæld lífsmörk við komu en hjartalínurit og blóðprufa tekið 50 minútum síðar. Hinum megin á ganginum var tóm agút stofa með öllum nauðsynlegum tækjum. Eftir 2klt gekk sjúklingurinn út með þeim orðum að hann gæti allt eins drepist hjálparlaust heima hjá sér eins og gera það sama á bráðamóttökunni. Sama bráðamóttaka sendi annan bráðveikan sjúkling heim nýlega bara til að fá hann aftur í sjúkrabíl 2 dögum seinna enn veikari og að sögn lækna mátti ekki tæpara standa að viðkomandi missti líf sitt. Starfsfólk er upp til hópa ekkert nema yndisheitin og viljinn til betri verka er afar ríkur en þvi miður ekki getan, annaðhvort vegna „kerfisins“ eða slæmrar stjórnunnar. Svona sögur gerast oft á dag og fórnarlömbin eru orðin allt of mörg og á eftir að fjölga. Sjúklingur sem leitar á bráðamóttöku LSH er að leita eftir læknisþjónustu, greiningu og skýringu á vanlíðan eða hjálp við afleiðingar af slysi. Hann er ekki að leita að plássi, sérstöku legurými eða þægilegu rúmi. Á LSH þarf viðkomandi að komast í gegnum hurðina alræmdu á bráðamóttökunni til að fá viðtal við lækni, þangað til er hann fórnarlamb eigin þjáninga á biðstofunni. Læknar á bráðamóttöku LSH virðast bara geta skoðað sjúklinga á göngunum fyrir innan þessa hurð, hæfni þeirra og kunnátta nær ekki fram fyrir hurðina það er á biðstofuna þar sem nota bene nóg pláss. Einhver myndi halda að það mætti spara heilmikið stúss ef greining á alvarleika tilfellis færi fram við komu sjúklings og honum beint strax í réttan farveg. Þannig mætti ætla að u.þ.b 30% tilfella fengi strax tilvísun á Læknavaktina eða næstu heilsugæslustöð. Það sama gerist nefnilega á Læknavaktinni og heilsugæslustöðinni, agút tilfellum er vísað strax á bráðamóttökuna. Forstjóri LSH hefur nýverið hampað sjálfum sér fyrir rekstur LSH, hann sé réttum megin við núllið. Ef ofangreind lýsing á ástandi móttöku sjúklinga á LSH er tekin með í reikninginn ætti að vera ljóst að LSH ræður ekki lengur við þetta verkefni og hefur ekki í nokkurn tíma. Ríkið hefur margsannað að það er ekki hæft til að reka spítalaþjónustu á Íslandi og færi betur að bjóða þennan rekstur út til einkaaðila, þar sem einhver ber ábyrgð og metnaður er lagður í að veita sjúklingum sem besta þjónustu. Bráðadeildir mættu vera mun fleiri á landinu, t.d. mættu ábyggilega vera 3-5 á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið verður að leigja/byggja húsnæði undir fráflæði spítalaþjónustunnar þannig að helmingur sjúkrarýma séu ekki upptekin við eftirmeðferð sem mætti fara fram við aðrar aðstæður. Einhverstaðar hljóta að vera til lausnir, einhverstaðar hlýtur að vera fólk með tilfinningar og ábyrgðakennd til að taka á þessum vanda strax. Við verðum að leita lausna á þessu ófremdarástandi, það sem hefur ekki virkað síðustu 30 árin mun heldur ekki virka næstu 30 ár. Í Englandi er greint á milli slysa og annarra tilfella og eru fórnarlömb slysa meðhöndluð á sérdeildum enda oftast um opin sár að ræða eða beinbrot þar sem um auðgreindari vandamál er að ræða og þurfa öll einhverskonar meðhöndlun þar sem sjúklingur getur i mörgum tilfellum farið heim í kjölfarið. Sérstakar Plástradeildir eru til staðar og líka Brotadeildir en eins og áður segir eru þetta yfirleitt afar auðgreinanleg tilfelli sem sjaldnast þurfa langa aðkomu læknis. Halló... er einhver einversstaðar með viti þarna uppi? Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landspítalinn Mest lesið Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til allra félagsmanna VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Líffræðileg fjölbreytni og tækifæri Íslands Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Táknrænar 350 milljónir Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Átök Bandaríkjanna við Evrópu Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar Skoðun Gull og gráir skógar Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Afstaða háskólans Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Rektor sem hlustar og miðlar: X-Björn Gunnar Þór Jóhannesson,Katrín Anna Lund skrifar Skoðun Aldur notaður sem vopn í formannskosningu VR Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki og jafnrétti á vinnustað Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Eigandinn smánaður Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar Skoðun Hönnun: Hið gleymda barn hugverkaréttinda? Sandra Theodóra Árnadóttir skrifar Skoðun Halla hlustar Benedikt Ragnarsson skrifar Skoðun Borgarlest og samgöngukerfi léttlesta Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Af hverju ég kýs Björn Þorsteinsson sem rektor Háskóla Íslands Hrannar Baldursson skrifar Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar Skoðun Flosa sem formann Sigrún Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að koma í veg fyrir heilabilun? María K. Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru 90 sjúklingar í 32 legurýmum og það bíða 23 á biðstofunni sagði örmagna hjúkrunarfræðingur innt nýverið eftir löngum biðtíma í agút tilfellum (2-3 klt). Þetta er ekki ástandið á bráðamótttöku spítala á stríðssvæði, heldur lýsing á ástandinu á einu bráðamótttöku íslendinga það er bráðamótttöku LSH í Fossvogi. Einu sinni var heilbrigðiskerfið okkar með þeim fremstu í heimi en rís varla undir nafni lengur sem slíkt. 4-6 vikna biðtími eftir tíma á heilsugæslu, 4-6 mánaða bið eftir tíma hjá sérfræðingi svo er það bráðamótttakan, þar bíður fólk 5-6 klt eftir læknisskoðun oftar en ekki sárþjáð og í lífshættu. Ástandið er verra ef þú ert eldri borgari, þá má viðkomandi bara bíða, það gerist ekkert og reiði aðstandenda magnast með hverjum klukkutímanum sem líður. Höfundur hefur verið því miður stórnotandi þessarrar þjónustu síðustu 5 árin og séð og upplifað bæði gott en líka það hræðilega og sorglega þegar ástandið fer úr böndunum. Ástandið hefur versnað ár frá ári og versnar enn. Á bráðamóttöku LSH var tekið við greindu agút hjartatilfelli frá sjúkrabíl (læknavakt) nýlega, og viðkomandi settur á ganginn fyrir framan agút stofurnar. Ekki settur í mónitor, ekki mæld lífsmörk við komu en hjartalínurit og blóðprufa tekið 50 minútum síðar. Hinum megin á ganginum var tóm agút stofa með öllum nauðsynlegum tækjum. Eftir 2klt gekk sjúklingurinn út með þeim orðum að hann gæti allt eins drepist hjálparlaust heima hjá sér eins og gera það sama á bráðamóttökunni. Sama bráðamóttaka sendi annan bráðveikan sjúkling heim nýlega bara til að fá hann aftur í sjúkrabíl 2 dögum seinna enn veikari og að sögn lækna mátti ekki tæpara standa að viðkomandi missti líf sitt. Starfsfólk er upp til hópa ekkert nema yndisheitin og viljinn til betri verka er afar ríkur en þvi miður ekki getan, annaðhvort vegna „kerfisins“ eða slæmrar stjórnunnar. Svona sögur gerast oft á dag og fórnarlömbin eru orðin allt of mörg og á eftir að fjölga. Sjúklingur sem leitar á bráðamóttöku LSH er að leita eftir læknisþjónustu, greiningu og skýringu á vanlíðan eða hjálp við afleiðingar af slysi. Hann er ekki að leita að plássi, sérstöku legurými eða þægilegu rúmi. Á LSH þarf viðkomandi að komast í gegnum hurðina alræmdu á bráðamóttökunni til að fá viðtal við lækni, þangað til er hann fórnarlamb eigin þjáninga á biðstofunni. Læknar á bráðamóttöku LSH virðast bara geta skoðað sjúklinga á göngunum fyrir innan þessa hurð, hæfni þeirra og kunnátta nær ekki fram fyrir hurðina það er á biðstofuna þar sem nota bene nóg pláss. Einhver myndi halda að það mætti spara heilmikið stúss ef greining á alvarleika tilfellis færi fram við komu sjúklings og honum beint strax í réttan farveg. Þannig mætti ætla að u.þ.b 30% tilfella fengi strax tilvísun á Læknavaktina eða næstu heilsugæslustöð. Það sama gerist nefnilega á Læknavaktinni og heilsugæslustöðinni, agút tilfellum er vísað strax á bráðamóttökuna. Forstjóri LSH hefur nýverið hampað sjálfum sér fyrir rekstur LSH, hann sé réttum megin við núllið. Ef ofangreind lýsing á ástandi móttöku sjúklinga á LSH er tekin með í reikninginn ætti að vera ljóst að LSH ræður ekki lengur við þetta verkefni og hefur ekki í nokkurn tíma. Ríkið hefur margsannað að það er ekki hæft til að reka spítalaþjónustu á Íslandi og færi betur að bjóða þennan rekstur út til einkaaðila, þar sem einhver ber ábyrgð og metnaður er lagður í að veita sjúklingum sem besta þjónustu. Bráðadeildir mættu vera mun fleiri á landinu, t.d. mættu ábyggilega vera 3-5 á höfuðborgarsvæðinu. Ríkið verður að leigja/byggja húsnæði undir fráflæði spítalaþjónustunnar þannig að helmingur sjúkrarýma séu ekki upptekin við eftirmeðferð sem mætti fara fram við aðrar aðstæður. Einhverstaðar hljóta að vera til lausnir, einhverstaðar hlýtur að vera fólk með tilfinningar og ábyrgðakennd til að taka á þessum vanda strax. Við verðum að leita lausna á þessu ófremdarástandi, það sem hefur ekki virkað síðustu 30 árin mun heldur ekki virka næstu 30 ár. Í Englandi er greint á milli slysa og annarra tilfella og eru fórnarlömb slysa meðhöndluð á sérdeildum enda oftast um opin sár að ræða eða beinbrot þar sem um auðgreindari vandamál er að ræða og þurfa öll einhverskonar meðhöndlun þar sem sjúklingur getur i mörgum tilfellum farið heim í kjölfarið. Sérstakar Plástradeildir eru til staðar og líka Brotadeildir en eins og áður segir eru þetta yfirleitt afar auðgreinanleg tilfelli sem sjaldnast þurfa langa aðkomu læknis. Halló... er einhver einversstaðar með viti þarna uppi? Höfundur er hugbúnaðarsérfræðingur.
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðin tapar, bankarnir græða – Innleiðing RÍR og mótspyrna bankanna Aron Heiðar Steinsson skrifar
Skoðun „Varðar mest, til allra orða undirstaðan sé réttlig fundin“ – í kjallaranum á Vesturgötu Gísli Sigurðsson,Svanhildur Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir: Reynslumikill leiðtogi með ferskar hugmyndir Ragnar Pétur Ólafsson,Urður Njarðvík skrifar
Skoðun Magnús Karl hefur hagsmuni háskólanema í fyrirrúmi Hópur þriðja árs nema í læknisfræði við HÍ skrifar
Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir Skoðun