Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. mars 2024 11:52 Åge Hareide sést hér á hliðarlínunni með íslenska landsliðinu. Getty/Octavio Passos Ísraelskir blaðamenn spurðu íslenska landsliðsþjálfarann út í stríðið á milli Ísraels og Hamas-samtakanna á blaðamannafundi liðsins fyrir mikilvægan leik á morgun. Fundurinn var fljótur að verða pólítískur og ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Åge Hareide landsliðsþjálfara. Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö. Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira
Á morgun munu Ísrael og Ísland mætast í undanúrslitum umspils um sæti á EM 2024. Åge Hareide, þjálfari karlalandsliðsins, ræddi við blaðamenn í Búdapest í hádeginu ásamt Jóhanni Berg Guðmundssyni fyrirliða landsliðsins. Það var fljótt ljóst að ísraelskir blaðamenn voru mættir á fundinn til að þjarma að norska þjálfaranum. Þeir vildu spyrja hann út í ummæli sín um stríðið. Åge sagðist ekki sjá eftir ummælum sínum þegar hann var spurður um ummæli sín varðandi stríðið í Gasa. Klippa: Ísraelskir blaðamenn þjörmuðu að Age Hareide á fundinum „Ég kem frá þjóð þar sem er málfrelsi. Stundum verður ruglingur í þýðingu. Ég hef áhuga á pólitík og veit allt um gíslana (hjá Hamas)," segir Hareide og heldur áfram að útskýra mál sitt. „Ég hef ekkert á móti Ísraelsmönnum," sagði Hareide. Fleiri spurningar komu um stöðuna á Gasa og hvort hann skilji stöðuna. „Ég held að það sé ekki sanngjarnt að fara út í pólitíska umræðu núna. Ég vildi bara segja að við verðum að spila þennan leik, og að við erum bara að spila við knattspyrnumenn en ekki ísraelsku þjóðina," sagði Hareide. Hareide fékk líka spurningu frá sænskri blaðakonu um hvort til greina hafi komið að sniðganga leikinn. „Nei, við höfum ekki rætt það. Við höfum ekki átt neinar pólitískar samræður varðandi þetta. UEFA og þeir sem ráða í fótboltanum verða að ákveða þetta. Við erum fótboltamenn og ráðum því ekki hvað pólitíkusarnir gera," segir Hareide. Klippa: Blaðamannafundur Íslands í Búdapest Leikur Ísraels og Íslands verður sýndur í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 Sport á morgun. Upphitun hefst tíu mínútur yfir sjö.
Landslið karla í fótbolta Mest lesið Hatar hvítu stuttbuxurnar Handbolti Betri en allar konur í sögu bakgarðshlaupanna Sport Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Körfubolti Greip bolta sem gæti verið meira en þrjú hundruð milljóna króna virði Sport Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Fótbolti Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Golf Illa vegið að Guðlaugi: „Þetta hlýtur að kalla á rannsókn“ Sport Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Enski boltinn „Ég ætla kenna þreytu um“ Sport Tekur við af læriföður sínum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjáðu öll mörkin: Neitaði að fagna í sýningu Liverpool Tekur við af læriföður sínum Sló félagsmet Bayern München en náði ekki Viktori Bjarka Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Bayern og Real Madrid í hóp liðanna með fullt hús Chelsea bauð upp á markaveislu á Brúnni Liverpool vaknaði við vondan draum og endaði taphrinuna með stæl Matthías endar ferilinn á laugardag: „Sérstök og svolítið skrýtin tilfinning“ Höskuldur og Ólafur sátu fyrir svörum eftir viðburðarríka viku KA-strákarnir fara út með tvö mörk í mínus Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Snjó kyngir niður á Akureyri og Evrópuleikur færður inn Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið „Veistu hvað leikmaðurinn sagði við mig?“ „Ég þarf bara að láta verkin tala“ Ótrúlegt kast Pope vekur athygli Sjáðu sögulegt mark Viktors Bjarka og öll hin í Meistaradeild Evrópu „Eins og Ísland en bara enn betra“ Hrósaði unga Íslendingnum: „Gæti orðið okkar jóker“ Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Viktor Bjarki skoraði í Meistaradeildinni í kvöld Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Haaland skorar og skorar og Man City heldur áfram að vinna Barcelona fagnaði stórsigri á móti ósáttum Grikkjum Svava Rós kveður fótboltann fyrir þrítugsafmælið Sjá meira