Verðbólga enn of mikil til að lækka vexti að mati Seðlabanka Heimir Már Pétursson skrifar 20. mars 2024 12:03 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir nýgerða kjarasamninga jákvætt innlegg og þeir skapi fyrirsjáanleika. Hins vegar þurfi að ná verðbólgu enn meira niður áður en vextir verði lækkaðir. vísir/arnar Björninn er ekki unninn í baráttunni við verðbólguna þótt samið hafi verið um hóflegar launahækkanir að mati Seðlabankans. Enn þurfi að draga úr þenslu og tryggja að launahækkunum verði ekki velt út í verðlagið. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson. Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í morgun að meginvextir verði áfram óbreyttir í 9,25 prósentum sem nú þegar hefur kallað á hörð viðbrögð meðal forystumanna í verkalýðshreyfingunni. Nýgerðir kjarasamningar á almenna vinnumarkaðnum til fjögurra ára með hóflegum launahækkunum voru einmitt hugsaðir sem innlegg til hjöðnunar verðbólgu og þar með lækkunar vaxta. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir samningana jákvætt innlegg en verðbólga væri hins vegar enn mikil. Hún væri nánast þreföld miðað við verðbólgumarkmið Seðlabankans. Skiptir engu máli um hvað ávinnumarkaðnum upp á vaxtaákvarðanir Seðlabankans? Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir skipta miklu máli að fyrirtæki hleypi launahækkunum ekki út í verðlagið eigi að takast að ná niður verðbólgu og vöxtum.Stöð 2/Sigurjón „Það er ekki rétt. Við fögnum þessum samningum. Hins vegar er verðbólga enn mjög mikil. Hún er 6,6 prósent. Það skiptir líka mjög miklu máli að þessir samningar gangi eftir með þeim hætti að fyrirtæki bregðist ekki við með því að hækka vöruverð í kjölfar þeirra,“ segir Ásgeir. Eftir gerð þar síðustu kjarasamninga hafi fyrirtæki velt umsömdum launahækkunum út í verðlagið. Þenslan íhagkerfinu væri enn mikil og Seðlabankinn þurfi að tryggja að verðbólgan fari niður og þannig að samningarnir leiði til stöðugleika og viðhaldi kaupmætti. Enn sem komið er héldi peningastefnunefnd því vöxtunum óbreyttum. Vonandi dragi úr þenslu og verðbólguvæntingum á næstu vikum og mánuðum. En næsti vaxtaákvörðunardagur er hinn 8. maí. „Við álítum að við séum að styðja við þessa samninga með því að ná verðstöðugleika. Tryggja það að við getum þá lækkað vexti vel og mynduglega þegar rétti tíminn kemur,“ segir seðlabankastjóri. Vandinn væri að íslenska hagkerfið hefði vaxið mun meira en hagkerfi annarra vestrænna ríkja. Samanlagður hagvöxtur síðustu þriggja ára hefði verið tuttugu prósent og enn væru vísbendingar um þenslu á fyrsta ársfjórðungi þessa árs. „Það er bara mjög erfitt að ætla að vaxa svona hratt. Sérstaklega fyrir þróað land. Þetta setur auðvitað þrýsting til dæmis á fasteignamarkaðinn. Fasteignaverð er enn að hækka þótt við séum komin með vexti þetta hátt. Ég vil benda á að Seðlabankinn hefur líka beitt sér með mjög öflugum hætti til að koma í veg fyrir útlánabólu eða þenslu í fjármálakerfinu. Við erum að sjá kerfi sem er í tiltölulega góðu jafnvægi en þurfum bara að ná verðbólgunni niður,“ segir Ásgeir Jónsson.
Kjaraviðræður 2023-24 Seðlabankinn Verðlag Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Húsnæðismál Tengdar fréttir Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22 „Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Undrast að það séu hreinlega ekki óeirðir á Íslandi Formaður VR segist verulega hugsi yfir því hvað landsmenn séu tilbúnir að láta bjóða sér. Þrátt fyrir nýundirritaða kjarasamninga ákvað peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum. Ragnar Þór segir að annaðhvort verði Alþingi að grípa inn í eða fólkið í landinu að rísa upp. 20. mars 2024 10:22
„Greinilegt að peningastefnunefnd hefur ákveðið að skjóta langt fram hjá“ Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að halda stýrivöxtum óbreyttum valda sér miklum vonbrigðum. Stór hluti vinnumarkaðar hefur náð kjarasamningum, en þeir snerust að miklu leyti um að ná verðbólgu og vöxtum niður. 20. mars 2024 09:57