Umfjöllun, myndir og viðtöl: Þór Ak. - Grindavík 77-75 | Þór í bikarúrslit eftir hörkuleik Árni Jóhannsson skrifar 20. mars 2024 19:15 Þór fagnaði vel og innilega í leikslok Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Hart var barist í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Fyrsta leikhluta er best lýst eins og titil bardaga í hnefaleikum. Liðin svöruðu höggum hvors annars um hæl og úr varð leikur sem var í miklu jafnvægi. Þór komst yfir í byrjun en svo voru Grindvíkingar hænuskrefi framar en Þór. Þær náðu þó ekki að slíta sig nóg frá til að líða þægilega. Grindavík komst mest þremur stigum yfir í lok leikhlutans sem lauk í stöðunni 28-25 fyrir Grindavík. Eva Wium og Eve Braslis áttust við oft og mörgum sinnum í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Annar leikhluti hófst og Sarah Mortensen skoraði þriggja stiga körfu og svo ekki söguna meir. Þór komst á 17-0 sprett og allt í einu var staðan orðin 42-31 og hélst sá munur á liðunum til loka hálfleiksins. Grindavík gat ekki keypt sér körfu og hrundi skotnýting þeirra úr 53% niður í 30% og skoruðu þær ekki stig utan af velli í tæpar níu mínútur. Þór leiddi því með 11 stigum 48-37 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Sarah Mortensen hitti vel í byrjun en svo hallaði undan fæti eins og fleirum hjá Grindavík.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þórsarar voru að fá framlag úr mörgum áttum og náðu að stíga varnarleik sinn upp í öðrum leikhluta og í framhaldi af stoppum þá náðu þær að skora. Lore Devos var komin með 16 stig í hálfleik og hafði ekki klikkað á skoti utan af velli. Eva Wium og Danielle Rodriguez að berjast.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Maddie Sutton að setja niður stig.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Seinni hálfleikur byrjaði og var það næsta víst að Grindvíkingar myndu gera atlögu að því að ná Þór. Hulda Ólafsdóttir komst á blað og var stígandi í leik Grindvíkinga. Þær komust ekki nær en sex stigum þó og undir lok þriðja leikhluta var staðan 64-58 en Þór hafði átt í vandræðum með að skora en Grindvíkingar náðu ekki að nýta sér það að fullu. Daniella Rodriguez reyndi að koma sínum konum inn í leikinn en án árangurs.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Í fjórða leikhluta komst Þór aftur á sprett og kom muninum í 11 stig aftur. Grindvíkingar náðu aldrei að ganga á lagið þegar þær stoppuðu Þór í sínum aðgerðum og öll vinnan úr þriðja leikhluta fyrir bý þegar staðan var 69-58 þegar 7:35 voru eftir. Emma Karólína Snæbjarnardóttir kom inn í leikinn af miklum krafti og skoraði átta stig á einu augnabliki nánast og þurftu Grindvíkingar að ráða ráðum sínum. Grindvíkingar reyndu eins og þær gátu að komast inn í þetta en hreinlega náðu ekki að yfirstíga muninn sem var orðinn. Þórsarar héldu sjó út allan tímann og þó að munurinn hafi ekki verið nema fjögur stig í lokin þá var sigurinn nokkuð sannfærandi þegar við er litið. Emma Karólína Snæbjarnardóttir kom inn í fjórða leikhluta af fítonskrafti.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn endaði í stöðunni 79-75 og Þór frá Akureyri mun spila við Keflavík í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Það er þá í fyrsta sinn í 49 ár sem þær ná því. Afhverju vann Þór frá Akureyri? Þær mættu tilbúnar til leiks og þegar þær náðu að komast á 17-0 sprett í öðrum leikhluta þá var eiginlega ekki spurning um hvernig þetta færi. Grindvíkingar náðu ekki að jafna orkuna í norðan konum og úr varð glæsilegur sigur Þórsara. Maddie Sutton skilaði tröllatvennu.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað gekk illa? Grindavík gekk bölvanlega að hitta í körfuna lungan úr leiknum. Skotnýtingin endaði í 34% en Þór var með um 40% nýtingu á móti. Þá náðu Grindvíkingar aldrei nógu mikilli stemmningu í leik sinn. Eve Braslis hefur átt betri leiki í vetur.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Bestar á vellinum? Lore Devos leiddi sínar konur í gegnum þetta með 32 stig og 12 fráköst. Hún fékk mikla hjálp en Maddie Sutton skoraði 17 stig og tók 18 fráköst. Þá verður að minnast aftur á Emmu Karólínu sem skoraði 12 stig í heild og átta stig í fjórða leikhluta. Dani Rodriguez leiddi Grindvíkinga með 27 stig. Sarah Mortensen skoraði 24 en aðrar skoruðu minna og það munaði um það. Lore Devos skýtur og Sarah Mortensen kemur engum vörnum við.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað næst? Bikarúrslitaleikur gegn Keflavík fyrir Þór frá Akureyri. Klukkar 19 á laugardaginn og það eru allir spenntir myndi ég halda. Grindvíkingar þurfa að sleikja sárin og fara að undirbúa sig undir úrslitakeppnina. Þorleifur: „Ég tek ábyrgð á þessu helvítis drasli“ Þorleifur Ólafsson var alls ekki sáttur í leikslok.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þjálfari Grindvíkinga skóf ekkert af því hversu svekktur hann var með leik sinna kvenna. „Þetta var bara ógeðslega lélegt“, sagði hann strax við blaðamann og var þá inntur eftir skýringum á því. „Við hittum bara skelfilega, varnarlega vorum við skelfilega lengst af. Við reyndum að breyta eitthvað til en vorum bara á hælunum og vorum að bíða eftir því að þetta myndi koma. Ég greip kannski ekki nógu snemma inn í til að pressa þær eitthvað til að koma þessu í einhverja vitleysu. Mistök af minni hálfu að grípa ekki inn í og reyna eitthvað nýtt. Ég hafði trú á því að við kæmum til baka.“ „Þór voru bara frábærar. Mættu tilbúnar og höfðu engu að tapa. Það héldu allar að þær myndu tapa en þær bara sönnuðu fyrir mér og öðrum að þetta er hörkulið.“ Var þá eitthvað við orkustigið hjá Þór sem kom Grindvíkingum í opna skjöldu? „Nei. Ég vissi að þær myndu koma tilbúnar. Ég vildi mæta þeim en við gerðum það ekki. Nú er ég að hugsa það á meðan ég er að tala við þig að við vorum kannski hissa að allt væri ekki að ganga upp hjá okkur. Við erum ekki að hitta úr skotum sem við vorum að búa til og þá fer þetta í einstaklingsframtak og leiðindi. Ég er bara brjálaður. Þetta var bara mjög lélegt og ég hefði átt að gera betur, klárlega og þær líka. Ég tek ábyrgð á þessu helvítis drasli. VÍS-bikarinn Þór Akureyri UMF Grindavík
Þór Akureyri og Grindavík börðust svo sannarlega um seinna lausa sætið í úrslitum VÍS-bikars kvenna í körfubolta. Þórsarar tóku frumkvæðið í öðrum leikhluta og náðu að halda muninum nægum til að innbyrða sigurinn og komast í bikarúrslit í fyrsta sinn í 49 ár. Hart var barist í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Fyrsta leikhluta er best lýst eins og titil bardaga í hnefaleikum. Liðin svöruðu höggum hvors annars um hæl og úr varð leikur sem var í miklu jafnvægi. Þór komst yfir í byrjun en svo voru Grindvíkingar hænuskrefi framar en Þór. Þær náðu þó ekki að slíta sig nóg frá til að líða þægilega. Grindavík komst mest þremur stigum yfir í lok leikhlutans sem lauk í stöðunni 28-25 fyrir Grindavík. Eva Wium og Eve Braslis áttust við oft og mörgum sinnum í kvöld.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Annar leikhluti hófst og Sarah Mortensen skoraði þriggja stiga körfu og svo ekki söguna meir. Þór komst á 17-0 sprett og allt í einu var staðan orðin 42-31 og hélst sá munur á liðunum til loka hálfleiksins. Grindavík gat ekki keypt sér körfu og hrundi skotnýting þeirra úr 53% niður í 30% og skoruðu þær ekki stig utan af velli í tæpar níu mínútur. Þór leiddi því með 11 stigum 48-37 þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. Sarah Mortensen hitti vel í byrjun en svo hallaði undan fæti eins og fleirum hjá Grindavík.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þórsarar voru að fá framlag úr mörgum áttum og náðu að stíga varnarleik sinn upp í öðrum leikhluta og í framhaldi af stoppum þá náðu þær að skora. Lore Devos var komin með 16 stig í hálfleik og hafði ekki klikkað á skoti utan af velli. Eva Wium og Danielle Rodriguez að berjast.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Maddie Sutton að setja niður stig.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Seinni hálfleikur byrjaði og var það næsta víst að Grindvíkingar myndu gera atlögu að því að ná Þór. Hulda Ólafsdóttir komst á blað og var stígandi í leik Grindvíkinga. Þær komust ekki nær en sex stigum þó og undir lok þriðja leikhluta var staðan 64-58 en Þór hafði átt í vandræðum með að skora en Grindvíkingar náðu ekki að nýta sér það að fullu. Daniella Rodriguez reyndi að koma sínum konum inn í leikinn en án árangurs.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Í fjórða leikhluta komst Þór aftur á sprett og kom muninum í 11 stig aftur. Grindvíkingar náðu aldrei að ganga á lagið þegar þær stoppuðu Þór í sínum aðgerðum og öll vinnan úr þriðja leikhluta fyrir bý þegar staðan var 69-58 þegar 7:35 voru eftir. Emma Karólína Snæbjarnardóttir kom inn í leikinn af miklum krafti og skoraði átta stig á einu augnabliki nánast og þurftu Grindvíkingar að ráða ráðum sínum. Grindvíkingar reyndu eins og þær gátu að komast inn í þetta en hreinlega náðu ekki að yfirstíga muninn sem var orðinn. Þórsarar héldu sjó út allan tímann og þó að munurinn hafi ekki verið nema fjögur stig í lokin þá var sigurinn nokkuð sannfærandi þegar við er litið. Emma Karólína Snæbjarnardóttir kom inn í fjórða leikhluta af fítonskrafti.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Leikurinn endaði í stöðunni 79-75 og Þór frá Akureyri mun spila við Keflavík í bikarúrslitaleiknum á laugardaginn. Það er þá í fyrsta sinn í 49 ár sem þær ná því. Afhverju vann Þór frá Akureyri? Þær mættu tilbúnar til leiks og þegar þær náðu að komast á 17-0 sprett í öðrum leikhluta þá var eiginlega ekki spurning um hvernig þetta færi. Grindvíkingar náðu ekki að jafna orkuna í norðan konum og úr varð glæsilegur sigur Þórsara. Maddie Sutton skilaði tröllatvennu.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað gekk illa? Grindavík gekk bölvanlega að hitta í körfuna lungan úr leiknum. Skotnýtingin endaði í 34% en Þór var með um 40% nýtingu á móti. Þá náðu Grindvíkingar aldrei nógu mikilli stemmningu í leik sinn. Eve Braslis hefur átt betri leiki í vetur.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Bestar á vellinum? Lore Devos leiddi sínar konur í gegnum þetta með 32 stig og 12 fráköst. Hún fékk mikla hjálp en Maddie Sutton skoraði 17 stig og tók 18 fráköst. Þá verður að minnast aftur á Emmu Karólínu sem skoraði 12 stig í heild og átta stig í fjórða leikhluta. Dani Rodriguez leiddi Grindvíkinga með 27 stig. Sarah Mortensen skoraði 24 en aðrar skoruðu minna og það munaði um það. Lore Devos skýtur og Sarah Mortensen kemur engum vörnum við.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Hvað næst? Bikarúrslitaleikur gegn Keflavík fyrir Þór frá Akureyri. Klukkar 19 á laugardaginn og það eru allir spenntir myndi ég halda. Grindvíkingar þurfa að sleikja sárin og fara að undirbúa sig undir úrslitakeppnina. Þorleifur: „Ég tek ábyrgð á þessu helvítis drasli“ Þorleifur Ólafsson var alls ekki sáttur í leikslok.Vísir / Pawel Cieslikiewicz Þjálfari Grindvíkinga skóf ekkert af því hversu svekktur hann var með leik sinna kvenna. „Þetta var bara ógeðslega lélegt“, sagði hann strax við blaðamann og var þá inntur eftir skýringum á því. „Við hittum bara skelfilega, varnarlega vorum við skelfilega lengst af. Við reyndum að breyta eitthvað til en vorum bara á hælunum og vorum að bíða eftir því að þetta myndi koma. Ég greip kannski ekki nógu snemma inn í til að pressa þær eitthvað til að koma þessu í einhverja vitleysu. Mistök af minni hálfu að grípa ekki inn í og reyna eitthvað nýtt. Ég hafði trú á því að við kæmum til baka.“ „Þór voru bara frábærar. Mættu tilbúnar og höfðu engu að tapa. Það héldu allar að þær myndu tapa en þær bara sönnuðu fyrir mér og öðrum að þetta er hörkulið.“ Var þá eitthvað við orkustigið hjá Þór sem kom Grindvíkingum í opna skjöldu? „Nei. Ég vissi að þær myndu koma tilbúnar. Ég vildi mæta þeim en við gerðum það ekki. Nú er ég að hugsa það á meðan ég er að tala við þig að við vorum kannski hissa að allt væri ekki að ganga upp hjá okkur. Við erum ekki að hitta úr skotum sem við vorum að búa til og þá fer þetta í einstaklingsframtak og leiðindi. Ég er bara brjálaður. Þetta var bara mjög lélegt og ég hefði átt að gera betur, klárlega og þær líka. Ég tek ábyrgð á þessu helvítis drasli.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti