Meintar ásakanir í hans garð voru að hann hafi reynt að koma í veg fyrir að keppt yrði í Las Vegas undir lok síðasta tímabils og að hafa haft ítök í því að fella niður tíu sekúndna refsingu sem Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Aston Martin, fékk í kappakstrinum í Sádi-Arabíu á síðasta ári.
Báðar ábendingar komu frá nafnlausum uppljóstrara.
Ben Sulayem var sakaður um að hafa haft hringt í Sheik Abdullah bin Hamad bin Isa Al Khalifa, varaforseta FIA í íþróttamálum í Miðausturlöndum og Norður-Afríku, sem var staddur í Sádi-Arabíu þegar keppnin fór fram. Ben Sulayem á þá að hafa látið skoðun sína í ljós við kollega sinn um að honum hafi þótt að refsingin skyldi dregin til baka.
Sami uppljóstrari sakaði forsetann um að reyna koma í veg fyrir að keppt yrði í Vegas undir lok síðasta keppnistímabils en 24. keppni tímabilsins, af 25, fór fram í Vegas í Bandaríkjunum.
Aga- og úrskurðarnefnd FIA fann hins vegar „engin rök eða sannanir sem studdust við ásakanir um afskipti eða íhlutun“. Rannsókn málsins tók 30 daga og 11 vitni voru kölluð til yfirheyrslu.