Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. mars 2024 19:48 Sérstök áhersla var á ungt fólk á hamingjumálþingi í dag. Vísir/Einar Ísland vermir þriðja sætið á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims. Þetta sýnir ný alþjóðleg hamingjuskýrsla. Talsverður munur er á hamingju ungmenna og þeirra sem eldri eru en íslensku ungmennin eru þó hamingjusamari en jafnaldrar þeirra á Norðurlöndum sem jafnan eru þau lönd sem Íslendingar bera sig saman við. Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan. Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Í dag er alþjóðlegi hamingjudagurinn en af því tilefni var blásið til málþings í Háskóla Íslands. Finnland er samkvæmt alþjóðlegri hamingjuskýrslu efst á blaði. „Við erum í þriðja sæti á eftir Finnum og Dönum og höfum verið þar núna seinustu tvö ár, við höfum náð öðru sætinu en erum núna í þriðja en það er varla marktækur munur á Íslandi og Danmörku,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir sem er sviðsstjóri hjá Landlæknisembættinu og doktor í sálfræði. Sérstök áhersla var lögð á stöðu ungmenna á málþinginu. En íslensk ungmenni verma fjórða sætið yfir þau hamingjusömustu en athygli vekur að ekkert Norðurlandanna er ofar en Ísland í þeim aldursflokki. Þó eru blikur á lofti því á Íslandi er mikill munur á milli kynslóða hvað hamingjuna varðar. „Ef við skoðum aldurshópinn 18-24 ára, þá er um 40% þeirra sem telja sig hamingjusöm á meðan það er 70% hjá elsta hópnum. Þannig að það er mikill munur á aldurshópunum hérna á Íslandi.“ Dóra segir að félagsleg tengsl kunni að skýra þennan mun. „Við höfum verið að mæla einmanaleika síðan 2016. Við héldum þá að það væri elsta fólkið sem væri mest einmana en það voru ungir karlmenn þegar við byrjuðum að skoða þetta en nú hafa ungar konur náð ungum körlum í einmanaleika sem er ekki gott þannig að við erum að sjá aukningu í einmanaleika og félagslegri útilokun meðal unga fólksins og þess vegna ákváðum við í málþinginu í ár að hafa sérstakan fókus á unga fólkið okkar.“ „Við erum að sjá að þar er minni hamingja heldur en í öðrum aldursflokkum, aukinn einmanaleiki, og við þurfum að skoða hvað það er sem við getum gert til að styðja þennan hóp og styðja félagslegu tengslin.“ Ekkert þeirra ungmenna sem fréttastofa ræddi við á Háskólatorgi kannaðist við þessa óhamingju. Hægt er að sjá og heyra viðtöl við nokkra háskólanema í fréttinni hér að ofan.
Háskólar Geðheilbrigði Börn og uppeldi Tengdar fréttir Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31 Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26 Mest lesið Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Erlent Draga Dettifoss til Reykjavíkur Innlent Sleginn í andlitið með hnúajárni Innlent Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Innlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Hélt á lokuðu umslagi Innlent „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Innlent Fleiri fréttir Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Sjá meira
Bein útsending: Hamingja og sjálfbær velsæld „Hamingja unga fólksins - hvernig undirbúum við þau sem best fyrir lífið?“ er yfirskrift málþings sem haldið er í tilefni af alþjóða hamingjudeginum í dag. Málþingið stendur milli klukkan 13 og 16 í dag og fer fram í hátíðarsal Háskóla Íslands. 20. mars 2024 12:31
Íslendingar enn blússandi hamingjusamir en blikur á lofti varðandi unga fólkið Ísland er í þriðja sæti á lista yfir hamingjusömustu þjóðir heims samkvæmt World Happiness Report 2024, á eftir Finnlandi og Danmörku. Það virðist hins vegar halla undan fæti hjá unga fólkinu, sem mælist síður hamingjusamt en áður. 20. mars 2024 08:26