Innlent

Bjarni Ólafs­son AK í slipp á Akur­eyri

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Bjarni Ólafsson AK hefur legið í Norðfjarðarhöfn í rúmlega eitt ár.
Bjarni Ólafsson AK hefur legið í Norðfjarðarhöfn í rúmlega eitt ár. Smári Geirsson

Uppsjávarskipið Bjarni Ólafsson AK hélt áleiðis til Akureyrar frá Neskaupsstað í morgun. Skipið hefur legið við höfn Neskaupsstaðar síðastliðið ár en fer nú í slipp á Akureyri. Skipið var síðast notað á loðnuvertíðinni 2023.

Bjarni Ólafsson AK er í eigu Síldarvinnslunnar en er nú til sölu. Skipið var smíðað árið 1990 en keypt hingað til lands árið 2015. Útgerðarfélagið Runólfur Hallfreðsson ehf. eignaðist skipið árið 2015 en Síldarvinnslan eignaðist meirihluta í félaginu árið 2016. Fyrirtækin voru síðan sameinuð undir nafni Síldarvinnslunnar.

Bjarni Ólafsson er um 2000 tonn að stærð og burðargeta skipsins er tæp 2000 tonn af kældum afla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×