Nær ómöglegt að hætta við kaupin Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 21. mars 2024 21:00 Már Wolfgang Mixa dósent við viðskiptafræðideild HÍ telur nær ómöglegt fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM af Kvikubanka. Hann sjái ekkert óeðlilegt við kaupin sem séu í samræmi við aðra þróun á fjármálamarkaði. Vísir/Arnar Nær ómögulegt er fyrir Landsbankann að hætta við að kaupa TM að mati dósents við Háskóla Íslands. Hætti bankinn við séu allar líkur á að hann baki sér skaðabótaskyldu. Fjármálafyrirtæki hafi undanfarið keypt tryggingafyrirtæki og því ekkert óeðlilegt við kauptilboðið. Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann. Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það var á sunnudaginn sem opinberlega var tilkynnt að Landsbankinn hefði ákveðið að kaupa allt hlutafé í TM tryggingafélagi af Kvikubanka. Kaupverðið væri um 29 milljarða og yrði greitt með reiðufé. Kviku banki eignaðist TM tryggingafélag í janúar 2021 þegar eigendur tryggingafélagsins og Lykils fengu í skiptum fyrir félögin tvö, hlutabréf að markaðsvirði um 43 milljarða í Kviku banka. Með tilfærslunni varð fjárfestingafyrirtækið Stoðir sem fyrir var var stærsti hluthafi TM, þriðji stærsti hluthafinn í Kviku banka. Fjármálaráðherra hefur lýst sig andsnúna sölunni og stjórnendur Bankasýslunnar sem eiga að hafa eftirlit með slíkum kaupum, segjast hafa komið af fjöllum. Már Wolfang Mixa dósent við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands telur ekki mögulegt að hætta við kaupin. „Ef að það eru engir fyrirvarar á þessu kauptilboði og búið er að samþykkja það þá hefur bankinn að öllum líkindum bakað sér skaðabótaskyldu hætti hann við. Ég sé ekki hvernig það á að vera gjörlegt að ríkið hætti við kaup á TM. Ég sé ekki hvernig það er mögulegt að banki í eigu ríkisins setji fram skuldbindandi tilboð og segi svo bara, afsakið ég er hættur við,“ segir Már. Kaup Landsbankans séu í samræmi við þróun á fjármálamarkaði undanfarin ár. „Það er ekkert óeðlilegt við þessi kaup. Stór fyrirtæki í bankarekstri hafa verið að bæta við sig tryggingafyrirtækjum undanfarin ár. Arion keypti t.d. Vörð tryggingafélag á sínum tíma og það hefur gengið vel. Það er því ekkert óeðlilegt að annar banki kaupi tryggingafélag til að auka við sig í þjónustu og samlegð,“ segir Már. Hann telur líkur á að kaupin fari þau í gegn hafi jákvæð áhrif á Landsbankann. „Ég geri nú ráð fyrir því að það sé búið að fara yfir það að kaupin hafi góð áhrif á rekstur bankans,“ segir hann.
Fjármálamarkaðir Fjármálafyrirtæki Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tryggingar Kaup Landsbankans á TM Landsbankinn Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira