Hækkun varnargarða hafin: „Þetta er ekki snjór sem bráðnar“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 21. mars 2024 17:48 Vinna við hækkun varnargarða norðan við Grindavík er þegar hafin. Vísir/Vilhelm Vinna við hækkun varnargarða norðaustan við Grindavík er þegar hafin að sögn jarðverkfræðings. Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira
Fyrr í dag var greint frá því að hraunrásin í eldgosinu á Reykjanesskaga hefði skriðið kröftuglega fram og þrýsti á varnargarðana fyrir framan Grindavík. Varnargarðateymið hefur brugðist við því og er byrjað að vinna við að hækka þá. „Þetta framhlaup keyrði á varnargarðana aftur og þeir virkuðu mjög vel og leiddu þetta til sitt hvorrar handar, til vesturs og austurs. Þar með er hraunið orðið jafnhátt þeim. Þá er næsta viðbragða að auka í það þarna uppi á horninu þar sem þeir mætast fyrir ofan bæinn,“ segir Jón Haukur Steingrímsson, jarðverkfræðingur hjá Eflu. Á korti Veðurstofunnar má sjá varnargarðana norðan og norðaustan við Grindavík sem mætast í sirka níutíu gráðu horni. Hraunið er byrjað að þrýsta á varnargarðana og því þarf að hækka þá. Myndatexti: Kort sem sýnir útbreiðslu þess hrauns myndast hefur í eldgosinu sem nú stendur yfir. Fjólubláar þekjur sýna hraun sem hafa runnið á svæðinu frá desember 2023.Veðurstofan „Það lagði af stað í morgun þykk apalhraunstunga sem klofnaði fallega á þessu og fór sitt hvorum megin við, aðallega austan við. Þá er þetta hraun búið að ná þessari hæð. Þegar það kemur eitthvað ofan á þetta þá þurfum við að hækka garðana,“ segir hann. Jón Haukur segir vinnuna við að hækka varnargarðana þegar hafna. Fyrst byrji þeir á að laga aðgengi að görðunum og svo hækka þeir sjálfa garðana. „Við byrjum á að gera vegi að þessu, byrjum á að gera leiðir og svo byggir maður sig upp,“ segir hann. „Þetta er hafið og er viðbragð við þessu en ekkert panik, bara unnið í rólegheitum. Þetta er búið að taka á sig þrisvar sinnum hraun. Þetta er ekki snjór sem bráðnar,“ segir hann að lokum.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Sjá meira