Hyggjast opna námuna og sækja efni Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 22. mars 2024 11:04 Efni úr námunni hefur verið nýtt í varnargarða og vegavinnu yfir Grindavíkurveg. Myndin var tekin í fyrradag en í gærkvöldi flæddi hraun í miklum mæli ofan í námuna. Vísir/Vilhelm Verktakar sem vinna að vegagerð og varnargörðum á Reykjanesi hyggjast freista þess að opna Melhólsnámu, þar sem hraun flæddi inn í gærkvöldi. Til stendur að reyna að útvíkka námuna svo hægt sé að ná í efni sem notað yrði til að hækka varnargarða við Grindavík. Hraun úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni flæddi í gærkvöldi ofan í Melhólsnámu sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir í samtali við fréttastofu að hraun hafi farið að skríða af stað til vesturs og suðurs. Það hafi lagst upp að horninu á varnargörðum L7 og L12, þar sem þeir mætast. Þar stoppaði hraunið en fór ekki yfir garðana. Hraunið hélt áram að síga til vestur og náði að lokum ofan í námuna. Þar rann drjúgur hraunstraumur niður fram eftir nóttu, en rennslið virðist nú hafa stöðvast. Hraunið lagðist upp að varnargörðum á horninu á görðum L7 og L12 en náði ekki yfir þá.Vísir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís sagði í gær að það væri bagalegt að missa námuna, en nú stendur til að reyna að opna hana að einhverju leiti. „Við horfum til þess að útvíkka hana og geta tekið efni,“ segir Arnar Smári. Vinna hafin við hækkun varnargarðanna Arnar Smári segir að undirbúningsvinna sé hafin við hækkun varnargarðanna við Grindavík. Hvort það verði í þessu eldgosi sem hraun muni leggjast ofan á garðana sé óvíst, en annar atburður muni koma á eftir þessu. „Við erum byrjaðir að vinna vegi meðfram, innan við garðana til að geta ferðast til með efni og hækkað upp þar sem við teljum okkur geta það.“ Óvíst er hvenær hægt verður að hefjast handa við að leggja veg yfir hraunið sem enn á ný hefur flætt yfir Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Gasmengunar hefur orðið vart á Reykjanesi í kjölfar eldgossins en Arnar segir slíkt ekki hafa truflað vinnuna á svæðinu nema að litlu leyti. „Það voru tveir daga í vikunni þar sem við vorum í vandræðum á Svartsengissvæðinu en þegar vindátt er hagstæð truflar það ekki.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Hraun úr eldgosinu á Sundhnúksgígaröðinni flæddi í gærkvöldi ofan í Melhólsnámu sem hefur verið nýtt við gerð varnargarðanna. Arnar Smári Þorvarðarson, byggingartæknifræðingur hjá Verkís segir í samtali við fréttastofu að hraun hafi farið að skríða af stað til vesturs og suðurs. Það hafi lagst upp að horninu á varnargörðum L7 og L12, þar sem þeir mætast. Þar stoppaði hraunið en fór ekki yfir garðana. Hraunið hélt áram að síga til vestur og náði að lokum ofan í námuna. Þar rann drjúgur hraunstraumur niður fram eftir nóttu, en rennslið virðist nú hafa stöðvast. Hraunið lagðist upp að varnargörðum á horninu á görðum L7 og L12 en náði ekki yfir þá.Vísir Ari Guðmundsson, byggingarverkfræðingur hjá Verkís sagði í gær að það væri bagalegt að missa námuna, en nú stendur til að reyna að opna hana að einhverju leiti. „Við horfum til þess að útvíkka hana og geta tekið efni,“ segir Arnar Smári. Vinna hafin við hækkun varnargarðanna Arnar Smári segir að undirbúningsvinna sé hafin við hækkun varnargarðanna við Grindavík. Hvort það verði í þessu eldgosi sem hraun muni leggjast ofan á garðana sé óvíst, en annar atburður muni koma á eftir þessu. „Við erum byrjaðir að vinna vegi meðfram, innan við garðana til að geta ferðast til með efni og hækkað upp þar sem við teljum okkur geta það.“ Óvíst er hvenær hægt verður að hefjast handa við að leggja veg yfir hraunið sem enn á ný hefur flætt yfir Grindavíkurveg.Vísir/Vilhelm Gasmengunar hefur orðið vart á Reykjanesi í kjölfar eldgossins en Arnar segir slíkt ekki hafa truflað vinnuna á svæðinu nema að litlu leyti. „Það voru tveir daga í vikunni þar sem við vorum í vandræðum á Svartsengissvæðinu en þegar vindátt er hagstæð truflar það ekki.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira