Frá þessu er greint á vef Knattspyrnusambands Íslands. Þar segir: „Icelandair, sem hefur verið traustur bakhjarl KSÍ undanfarin ár, hefur sett upp pakkaferð á leik Íslands gegn Úkraínu sem fram fer í Póllandi þriðjudaginn 26. mars.“
Icelandair býður upp á pakkaferð til Póllands á leik A landsliðs karla gegn Úkraínu!
— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) March 22, 2024
Skráningu lýkur á miðnætti 23. mars#afturáemhttps://t.co/DgrgwVtKcV
„Innifalið í pakkaferð er flug báðar leiðir, rúta frá flugvelli í miðbæ Wroclaw við komu, og rúta frá leikvangi á flugvöll að leik loknum.“
Almennar upplýsingar
- Flug FI1532 KEF - WRO klukkan 08:00 þann 26. mars, lending í Wroclaw klukkan 12:45.
- Rúta frá flugvell í miðbæ Wroclaw.
- Farþegar koma sér sjálfir á leikvang frá miðbænum.
- Rúta frá leikvangi á flugvöll að leik loknum.
- Flug FI1533 aðfaranótt 27. mars WRO - KEF klukkan 01:45, lending í Keflavík klukkan 4:45 aðfaranótt 27. mars.
- Miði á leikinn verður afhentur um borð á leiðinni út.
- Verð á mann 89.000. Innifalið: Flug, flugvallarskattar, akstur til og frá flugvelli og miði á leikinn.
Á vef KSÍ segir einnig að takmarkað sætaframboð sé í boði og að ferðin sé háð lágmarksþáttöku.
„Lágmarksþátttaka er 130 manns og verður að nást fyrir miðnætti á laugardaginn, 23. mars. Þeir sem hafa bókað ferðina fyrir þann tíma fá skilaboð á laugardagskvöldið um hvort ferðin verði farin eða ekki, allt eftir þátttöku.“

Leikur Úkraínu og Íslands verður sýndur í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport þriðjudaginn 26. mars. Leikurinn hefst klukkan 19.45 en upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 19.10.
Smelltu hér til að bóka miða á leik Íslands gegn Úkraínu í Póllandi.