Fjórða uppstokkunin á örfáum árum og yfir tuttugu nýir forstöðumenn Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 22. mars 2024 20:01 Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans segir nýjum stjórnendum á spítalanum líka ætlað að starfa á gólfinu. Vísir/Ívar Landspítalinn hefur ráðið um tuttugu nýja forstöðumenn. Langflestir voru starfandi á spítalanum og færast ofar í skipuriti. Þetta er fjórða breytingin á örfáum árum og áætlaður kostnaður er á þriðja hundrað milljónir króna. Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn. Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Stjórnendur Landspítalans hafa frá árinu 2019 fjórum sinnum gert viðamiklar breytingar á skipuriti spítalans. Árið 2022 var til dæmis ákveðið að fjölga framkvæmdastjórum og leggja niður störf forstöðumanna. Nú hefur enn á ný orðið algjör kúvending á skipuriti spítalans þar sem forstöðumenn koma aftur inn og að þessu sinni eru þeir tuttugu og þrír. Þannig eru nú bæði forstöðuhjúkrunarfræðingur og forstöðulæknir undir hverjum framkvæmdastjóra á klínískum sviðum spítalans. Undir forstöðumönnunum eru svo áfram deildarstjórar og yfirlæknar. Auk þess koma inn tvö ný störf á skrifstofu forstjóra. Hinir nýráðnu forstöðumenn störfuðu nánast allir áður á spítalanum og færast því ofar í skipuriti. Nýir stjórnendur eigi að starfa á gólfinu Björn Zoëga stjórnarformaður Landspítalans tekur fyrir það að verið sé að bæta við enn einu laginu af stjórnendum. „Það er bara verið að dreifa valdi með þessari breytingu. Það er megin hlutverk þessara stjórnenda að vinna með fólkinu, að vera nálægt gólfinu og fylla í eyður í mönnun og annað sem skortir á. Þetta er hugsað til að bæta mönnun því stjórnendur hafa betri yfirsýn og fleiri tækifæri til að lokka til sín starfsfólk,“ segir Björn. Hann segir að áætlaður kostnaður við breytingarnar sé um 240-250 milljónir króna á ári sem greiðist úr ríkissjóði. „Við erum komin á þjónustutengda fjármögnun sem þýðir að þegar við sjáum fleiri sjúklinga fáum við borgað fyrir það. Við sjáum nú þegar að þetta leiðir til aukinnar framleiðslu og framleiðni á spítalanum,“ segir hann. Mikilvægt að upplýsa starfsfólk Hann segist hafa heyrt af efasemdum frá starfsfólki spítalans um breytingarnar en telur þær framfaraskref. „Það er ekkert skrítið að það sé ákveðinn efi í kringum breytingar. Það er eðli spítala og menntastofnana að hafa ákveðna íhaldssemi og það er eðlilegt að það komi fram við svona breytingar. En ég segi alltaf að það þarf að vinna með slíkt og upplýsa starfsfólk,“ segir Björn. Björn sem var forstjóri Karólínska sjúkrahússins í Svíþjóð um árabil segir að svipað fyrirkomulag sé þar og hafi reynst vel. „Yfirstjórn á Landspítalanum í samráði við stjórnina vann að útfærslu á þessari breytingu eftir ráðleggingar og aðstoð frá Mckinsey ráðgjafafyrirtækinu. Þetta var líka eina fyrirkomulagið sem virkaði á mínu gamla sjúkrahúsi í Svíþjóð,“ segir Björn.
Landspítalinn Heilbrigðismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53 Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04 Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa U-beygja ekki fram undan Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Tíu nýir framkvæmdastjórar ráðnir á Landspítala Runólfur Pálsson, forstjóri Landspítala, hefur tekið ákvörðun um val á framkvæmdastjórum í nýja framkvæmdastjórn spítalans. Alls bárust 41 umsókn um tíu störf framkvæmdastjóra. Þrír umsækjendur drógu umsókn sína til baka. 22. desember 2022 13:53
Stjórnendum fækkað á Landspítalanum Tíu stöðugildi forstöðumanna falla niður samkvæmt nýju skipuriti á Landspítalanum. Markmið skipulagsbreytinganna er að styrkja klíníska starfsemi og að hagræða í rekstri. 31. október 2022 18:04
Breytingar í skugga en ekki vegna rekstrarvanda spítalans Nýtt skipurit Landspítala var kynnt í gær. Forstjórinn segir skipulagið þurfa að endurspegla þjónustuna. Áfram verði unnið að ýmsum hagræðingaraðgerðum. 28. september 2019 07:15
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?