Katrín prinsessa greindist með krabbamein Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:07 Prinsessan af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein í ávarpi á BBC. BBC Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. „Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið. Bretland Kóngafólk England Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira
„Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið.
Bretland Kóngafólk England Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Innlent Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Erlent Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Erlent Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Innlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Fleiri fréttir Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sjá meira