Katrín prinsessa greindist með krabbamein Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 22. mars 2024 18:07 Prinsessan af Wales greindi frá því að hún hefði greinst með krabbamein í ávarpi á BBC. BBC Katrín prinsessa af Wales hefur greinst með krabbamein og er í viðeigandi meðferð. Í yfirlýsingu frá Windsor-kastala segir Katrín að krabbameinið hafi fundist þegar hún gekkst undir magaaðgerð síðastliðinn janúar. „Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið. Bretland Kóngafólk England Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
„Þetta var auðvitað mikið áfall og við Vilhjálmur höfum verið að gera allt sem við getum gert til að vinna úr og eiga við þetta í kyrrþey í þágu ungu fjölskyldu okkar,“ segir hún í yfirlýsingu sinni sem sýnd var í breska ríkisútvarpinu. Eftir langa þögn frá kastalanum höfðu margir áhyggjur af heilsu hennar. Katrín segist hafa þurft tíma til að skýra stöðuna fyrir ungum börnum þeirra krúnprinshjóna sem eru á aldrinum fimm til tíu ára. Ávarp prinsessunnar má horfa á í heild sinni hér fyrir neðan. A message from Catherine, The Princess of Wales pic.twitter.com/5LQT1qGarK— The Prince and Princess of Wales (@KensingtonRoyal) March 22, 2024 „Eins og þið getið ímyndað ykkur hefur þetta tekið tíma. Það hefur tekið mig tíma til að jafna mig eftir stóra aðgerð svo ég geti hafið meðferð við meininu. En það sem mikilvægara er hefur tekið okkur tíma að útskýra allt fyrir George, Charlotte og Louis á hátt sem nær til þeirra og til að gera þeim ljóst að það verði allt í lagi með mig,“ bætir hún við. Konungsfjölskyldan sagði að prinsessan ætlaði að taka sér góðan tíma til að jafna sig eftir aðgerðina sem hún gekkst undir í janúar. Hún myndi ekki koma aftur til opinberra starfa fyrr en eftir páska. Þetta þótti mörgum dularfullt og fóru margar samsæriskenningar á kreik um mistök við framkvæmd aðgerðarinnar, hugsanlegt framhjáhald Vilhjálms prins og margt fleira. Nú hefur prinsessan stigið opinberlega fram og skýrt málið.
Bretland Kóngafólk England Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira