Segja að Ten Hag muni stýra Man United á næstu leiktíð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. mars 2024 23:00 Ten Hag og félagar unnu frækinn sigur á Liverpool nýverið. Robbie Jay Barratt/Getty Images Erik ten Hag hefur átt sjö dagana sæla sem þjálfari Manchester United á leiktíðinni. Gríðarleg meiðsli sem og vandræði utan vallar hafa herjað á liðið. Undanfarið hefur sá orðrómur farið á kreik að starf hans gæti verið í hættu en Man United segir Hollendinginn öruggan í starfi. Ten Hag tók við Man Utd fyrir síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar sem og liðið vann deildarbikarinn undir hans stjórn. Núverandi tímabil átti að fara í að stíga enn fleiri skref fram á við en þess í stað hefur liðið tekið skref aftur á bak. Það endaði á botni riðils síns í Meistaradeild Evrópu, féll snemma úr leik í deildarbikarnum og er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem það gætu þó fimm ensk lið komist í Meistaradeildina á komandi leiktíð á Man Utd enn möguleika og þá er liðið komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir frækinn sigur á Liverpool. Roy Keane and Gary Neville both think Man Utd could make England boss Gareth Southgate the club's next manager pic.twitter.com/eW5nidPEXg— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 21, 2024 Undanfarið hafa ýmsir haldið því fram að Ten Hag gæti verið á förum frá Man United. Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihluta eigandi í félaginu, vill byggja félagið upp á enskum kjarna og ku renna hýru auga til Gareth Southgate, landsliðseinvalds Englands. Nú hefur Sky Sports hins vegar greint frá því að starf Ten Hag sé öruggt og Man United sé þegar byrjað að skipuleggja tímabilið 2024-25 með Ten Hag við stjórnvölin. Manchester United emphatically say no decision has been made over a managerial change The club are planning for next season with Erik ten Hag pic.twitter.com/opOTZ2qysY— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 22, 2024 Hvort slæmur endir á tímabilinu breyti því á svo eftir að koma í ljós en Man Utd mætir Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og lætur sig dreyma um að hoppa upp fyrir Aston Villa eða Tottenham Hotspur í töflunni. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira
Ten Hag tók við Man Utd fyrir síðustu leiktíð og skilaði liðinu í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar, alla leið í úrslit ensku bikarkeppninnar sem og liðið vann deildarbikarinn undir hans stjórn. Núverandi tímabil átti að fara í að stíga enn fleiri skref fram á við en þess í stað hefur liðið tekið skref aftur á bak. Það endaði á botni riðils síns í Meistaradeild Evrópu, féll snemma úr leik í deildarbikarnum og er sem stendur í 6. sæti ensku úrvalsdeildarinnar. Þar sem það gætu þó fimm ensk lið komist í Meistaradeildina á komandi leiktíð á Man Utd enn möguleika og þá er liðið komið í undanúrslit ensku bikarkeppninnar eftir frækinn sigur á Liverpool. Roy Keane and Gary Neville both think Man Utd could make England boss Gareth Southgate the club's next manager pic.twitter.com/eW5nidPEXg— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 21, 2024 Undanfarið hafa ýmsir haldið því fram að Ten Hag gæti verið á förum frá Man United. Sir Jim Ratcliffe, nýr minnihluta eigandi í félaginu, vill byggja félagið upp á enskum kjarna og ku renna hýru auga til Gareth Southgate, landsliðseinvalds Englands. Nú hefur Sky Sports hins vegar greint frá því að starf Ten Hag sé öruggt og Man United sé þegar byrjað að skipuleggja tímabilið 2024-25 með Ten Hag við stjórnvölin. Manchester United emphatically say no decision has been made over a managerial change The club are planning for next season with Erik ten Hag pic.twitter.com/opOTZ2qysY— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 22, 2024 Hvort slæmur endir á tímabilinu breyti því á svo eftir að koma í ljós en Man Utd mætir Coventry City í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar og lætur sig dreyma um að hoppa upp fyrir Aston Villa eða Tottenham Hotspur í töflunni.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn Fleiri fréttir Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ „Spiluðum mjög vel í dag“ „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum Sjá meira