Jón er einn gesta Gísla Marteins í Vikunni í kvöld. Hann sagði í þætti kvöldins að það væru meiri líkur en minni á að hann færi fram. Þó væri hann enn að hugsa málið.
Auk Jóns hefur Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri legið undir feld en hún er annar gestur Gísla Marteins í kvöld. Aðspurð sagðist hún enn vera að íhuga framboðið. Hún ætli að hugsa málið eftir að gangnamenn skoruðu á hana.
Vísir heldur uppi forsetavakt þar sem hægt er að nálgast allar nýjustu vendingar um komandi forsetakosningar. Hana má nálgast hér að neðan.
Fréttin hefur verið uppfærð.