Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. mars 2024 09:38 Ernir hefur flogið milli Reykjavíkur og Húsavíkur frá árinu 2012. Vísir/Friðrik Þór Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. Í fréttatilkynningu frá Eagle Air kemur fram að félagið hafi byrjað áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012. Félagið hafi þannig haldið loftbrúnni gangandi í tæp 12 ár, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni. Mýflug hafi einnig fengið stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars. Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verði því milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur gildir til 31. ágúst 2024. Þá segir að á næstu vikum verði sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. „Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur,“ segir í tilkynningunni. Samningar þurfi að vera til langs tíma Loks kemur fram að eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann. Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafi lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig sé hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri. Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Norðurþing Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Í fréttatilkynningu frá Eagle Air kemur fram að félagið hafi byrjað áætlunarflug milli Reykjavíkur og Húsavíkur vorið 2012. Félagið hafi þannig haldið loftbrúnni gangandi í tæp 12 ár, síðustu mánuðina með stuðningi frá Vegagerðinni. Mýflug hafi einnig fengið stuttan samning um flug á milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja sem lýkur jafnframt í lok mars. Eina áætlunarleið félaganna eftir þann tíma verði því milli Reykjavíkur og Hafnar í Hornafirði en sá samningur gildir til 31. ágúst 2024. Þá segir að á næstu vikum verði sú flugleið boðin út, samkvæmt ákvörðun Vegagerðarinnar. „Það er dapurlegt að skortur á fjármagni komi í veg fyrir áframhaldandi áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Flug til dreifðari byggða landsins verður því miður ekki starfrækt á markaðslegum forsendum. Þar þarf ríkið að koma að málum með því að líta á flugsamgöngur sem hluta af samgönguinnviðum, líkt og vegi og ferjur,“ segir í tilkynningunni. Samningar þurfi að vera til langs tíma Loks kemur fram að eftir því sem best er vitað hyggst Vegagerðin bjóða út áætlunarflug til Húsavíkur og Vestmannaeyja til næstu ára, þrjá mánuði á ári yfir vetrartímann. Flugrekendur sem hafa haldið uppi þjónustu á grundvelli samninga við Vegagerðina hafi lengi bent á að slíkir samningar þurfi að vera til langs tíma, að lágmarki fimm ára, og leiða þannig til fyrirsjáanleika hjá notendum og samningsaðilum. Aðeins þannig sé hægt að veita íbúum landsbyggðarinnar áreiðanlega þjónustu ásamt því að tryggja flugrekendum eðlilega arðsemi úr sínum rekstri.
Fréttir af flugi Vestmannaeyjar Norðurþing Byggðamál Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Semja við Erni um flug til Eyja Vegagerðin hefur samið við flugfélagið Erni um flug til Vestmannaeyja. Flognar verða fjórar ferðir í viku á tímabilinu 15. desember til 28. febrúar og verður fyrsta flugið næstkomandi sunnudag. 15. desember 2023 10:40