„Skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 24. mars 2024 19:30 Íris Róbertsdóttir er bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/JóiK Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segist illa slegin yfir fréttum af því að ekkert áætlanaflug verði til eyja frá og með mánaðamótum og segir skrýtið að þurfa að fara í sama slaginn á ári hverju. Vegagerðin ákvað að framlengja ekki samning um slíkt flug, en bæjarstjórinn segir ábyrgðina helst liggja hjá Alþingi Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“ Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Í dag var greint frá því að Vegagerðin hefði ákveðið að framlengja ekki samninga við flugfélögin Erni og Mýflug um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðustu ferðir félaganna þangað verði því farnar um næstkomandi mánaðamót. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, segir þessar fréttir slá sig illa. „Þetta er bara eitthvað sem við vorum að vonast eftir að við fengjum ekki. Við höfum haldið því vel að ráðherra og vegamálastjóra að við þurfum á þessu að halda. Þannig að þetta voru ekki góðar fréttir,“ segir Íris. Vegamálastjóri sagði í dag að það væri ekki ætlun ríkisins að halda úti áætlunarflugi þegar aðrar samgöngur væru í lagi. „Ég get kannski alveg keypt það, en aðrar samgöngur eru ekki í lagi. En ég vil ekki benda á vegamálastjóra. Hún fer bara eftir því sem henni er sett fyrir og hennar fjármagni. Fjárveitingin er ákveðin á Alþingi.“ Íris kallar eftir því að þingmenn komi að málinu. „Vegna þess að það er auðvitað þeirra hlutverk að fylgja því eftir að tryggja samgöngur um allt land. Við erum náttúrulega bara ekki sátt, og bæði ráðherra og vegamálastjóri vita það.“ Skrýtið að taka slaginn árlega Betur hefði farið á því, að mati Írisar, að flugið yrði starfrækt út apríl, þar sem ekki sé fullnægjandi dýpi í Landeyjahöfn. „Þá skiptir auðvitað bara gríðarlega miklu máli að flugið sé til hliðar við það. Flugið skiptir okkur hér mjög miklu máli. Það er svolítið skrýtið að við þurfum að taka þessa baráttu á hverju ári.“ Fyrirhugað er að Vegagerðin bjóði út áætlunarflug til þriggja ára, og stuðningur verði veittur yfir erfiðustu vetrarmánuðina. Hafa desember, janúar og febrúar þar verið nefndir. Íris bendir þó á nokkuð sem flestir Íslendingar ættu að geta tekið undir: „Veðrið er ekki í excel-skjali. Við getum átt mjög þungan nóvember og góðan desember, þannig það þarf að vera sveigjanleiki. En svo er það líka okkar von að það verði teygt úr þessu og að flugfélögin sjái sér hag í því að fljúga hér allt árið, þó bara hluti af árinu sé ríkisstyrktur.“
Samgöngur Vestmannaeyjar Fréttir af flugi Tengdar fréttir Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43 Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Reiðarslag fyrir íbúa Vestmannaeyja og Húsavíkur Áætlunarflugi frá Reykjavík til Vestmannaeyja og Húsavíkur verður hætt frá og með næstkomandi mánaðamótum. Rekstrarstjóri Ernis segir mikið reiðarslag fyrir íbúa bæjanna að ekkert Reykjavíkurflug verði í boði eftir þann tíma. 24. mars 2024 13:43
Hætta flugi til Húsavíkur og Vestmannaeyja Vegagerðin hefur ákveðið að framlengja ekki samning við flugfélögin Mýflug og Eagle Air um flug frá Reykjavík til Húsavíkur og Vestmannaeyja. Síðasta áætlunarflug félaganna milli staðanna verður því flogið um mánaðamótin. 24. mars 2024 09:38