Byggja upp eina glæsilegustu aðstöðu Evrópu í Hafnarfirði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Rafn Ágúst Ragnarsson skrifa 24. mars 2024 22:33 Brettafélag Hafnarfjarðar flytur í nýja aðstöðu í apríl sem er á við bestu aðstæður meginlandsins að sögn framkvæmdastjórans. Stöð 2 Brettafélag Hafnarfjarðar hefur fengið til landsins sérfræðinga frá Danmörku til að byggja upp eina glæsilegustu hjólabrettaaðstöðu í Evrópu. Brettafélagið hefur frá stofnun árið 2012 verið með aðstöðu í gömlu slökkviliðsstöðinni í Flatahrauni. „Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“ Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira
„Hún er bara úr sér genginn, er gömul og grá. Þannig að við fórum að vinna í því að fá nýja aöðstöðu. Við erum fjögurhundruð iðkenda félag. Þannig, við erum stórt félag,“ segir Aðalsteinn Valdimarsson, framkvæmdastjóri Brettafélags Hafnarfjarðar. Aðstaða á Evrópumælikvarða Leitin að nýju húsnæði hefur staðið yfir í sex ár og er nú loksins komið í leitirnar á Selhellu og uppbygging hafin. Vinnuflokkar byrjuðu á laugardaginn og þau ætla að opna í apríl. „Þetta er aðstaða á Evrópumælikvarða. Hingað vill fólk koma. Þetta verður alveg prímaaðstaða,“ segir Aðalsteinn. Aðstaðan er fyrir hjólabretti, hlaupahjól, BMX og fjallahjól. Aðalsteinn þakkar Hafnarfjarðarbæ fyrir að styrkja íþróttir sem þessar. „Það e rekki sjálfgefið að það séu settir peningar í jaðaríþróttir. Það vilja ekki allir vera í fótbolta. Þannig þetta er rosalegt fyrir þessa krakka að finna sig í svona sporti.“ Fjölþjóðlegt teymi brettakappa og smiða Teymi frá Danmörku og Bandaríkjunum sem hefur byggt upp tugi brettagarða um alla heim var fengið til landsins til að sjá um verkið. „Í 38 ár hef ég verið á hjólabrettum. Á þeim tíma smíðaði enginn svona fyrir okkur. Svo ef við vildum stökkrampa eða eitthvað slíkt urðum við að smíða það sjálfir. Þannig byrjaði þetta,“ segir Keld Åbjørn, hjólabrettakappi og smiður. Við höfum smíðað saman í rúmlega 15 ár og gert allt, Tony Hawk-rampa og allt hitt,“ bætir hann við. Iðkendur hljóta að vera mjög spenntir? „Já, þeir eru mjög spenntir. Við erum mjög dugleg að birta myndir og svona á uppganginum á samfélagsmiðlum og það eru bara tugir skilaboða á hverjum degi. Krakkar, unglingar og fullorðnir sem vilja komast inn og prufa,“ segir Aðalsteinn. Ertu spenntur? „Ég er mjög spenntur. Ég get ekki beðið.“
Hjólabretti Hjólreiðar Hafnarfjörður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Sjá meira