Gleymska Google: Athafnamaður og dæmdur nauðgari meðal beiðenda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. mars 2024 06:04 Flestar beiðnirnar varða fréttir um dómsmál og brot í starfi. Vísir/Vilhelm Íslenskur athafnamaður, sem hafði verið ákærður fyrir brot í starfi, fékk Google til að samþykkja að fjarlægja 48 leitarniðurstöður sem tengdust málinu. Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina. Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Aðallega var um að ræða fjölmiðlaumfjöllun um meint brot mannsins, greinar sem birtust á árunum 2009 til 2016, en Google samþykkti beiðnina á þeim grundvelli að maðurinn hefði á endanum verið sýknaður. Frá þessu er greint í gegnsæisskýrslu Google vegna beiðna sem fyrirtækinu berast um að fjarlægja niðurstöður á grundvelli úrskurðar Evrópudómstólsins um réttinn til að „gleymast“ á netinu. Vísir greindi frá því í morgun að frá 1. janúar 2015 hafa stórfyrirtækinu borist 1.434 einstakar beiðnir um að fjarlægja samtals 6.399 leitarniðurstöður. Í flestum tilvikum er um að ræða fréttir um dómsmál eða brot í starfi. Í skýrslunni er að finna þrjú dæmi til viðbótar. Þar er meðal annars sagt frá beiðni sem barst um að fjarlægja átta fréttir úr niðurstöðum leitarvélarinnar sem fjölluðu um ásakanir og dóm sem viðkomandi hlaut fyrir nauðgun. Einstaklingurinn sem óskaði eftir því að leitarniðurstöðurnar yrðu fjarlægðar var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun árið 2010 en látinn laus þremur árum síðar. Google hafnaði beiðni mannsins vegna alvarleika glæpsins. Annað dæmi varðar „vinsælan áhrifavald“ sem bað um að tvær fréttir yrðu fjarlægðar úr leitarniðurstöðum en þær vörðuðu myndskeið sem áhrifavaldurinn hafði birt á Tik Tok við misjafnar undirtektir. Þótti hann hafa farið illa með gæludýrið sitt og verið gagnrýndur fyrir. Google hafnaði þessari beiðni sömuleiðis, á þeirri forsendu að um væri að ræða nýlega umfjöllun. Einstaklingurinn væri enn virkur og þekktur fyrir TikTok myndskeið sín og gangrýni á framgöngu hans ætti erindi í opinbera umræðu. Síðasta dæmið er frábrugðið hinum að því leyti að þar var um að ræða beiðni frá Persónuvernd, sem óskaði eftir því fyrir hönd einstaklings að leitarniðurstöður yrðu fjarlægðar sem tengdust ákærum gegn viðkomandi vegna fíkniefnainnflutnings árið 2000. Einstaklingurinn sendi Google afrit af hreinu sakavottorði sínu og fyrirtækið samþykkti beiðnina.
Google Persónuvernd Fjölmiðlar Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira