Sveinn hlaut gullmerki Heimdallar Árni Sæberg skrifar 25. mars 2024 15:21 Formaður Heimdallar, Júlíus Viggó Ólafsson og Sveinn R. Eyjólfsson, handhafi gullmerkis Heimdallar Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson, fyrrverandi blaðaútgefandi, hlaut gullmerki Heimdallar, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, á árshátíð félagsins á laugardag. Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns. Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Í fréttatilkynningu segir að Sveinn hafi hlotið gullmerkið fyrir ötula baráttu sína í orði og gjörðum fyrir frjálsri fjölmiðlun í íslensku samfélagi. Sveinn R. Eyjólfsson endurreisti Vísi, stofnaði Dagblaðið, sem síðar rann saman við Vísi svo úr varð DV. Sveinn stofnaði líka Vísi.is, Viðskiptablaðið, Fréttablaðið og kom nærri fjölmörgum öðrum fyrirtækjum, til að mynda Hafskipi og Arnarflugi sem bæði skiptu sköpum sem mótvægi á mörkuðum þar sem áður hafði ríkt einokun. Frumkvöðull frjálsrar fjölmiðlunar „Þegar Sveinn stofnaði Dagblaðið árið 1975 afþakkaði hann ríkisstyrkinn sem var á því formi að ríkið keypti stóran hluta af upplagi flokksblaðanna. Í verkfalli opinberra starfsmanna 1984, þegar ríkisútvarpið hafði einokunarrétt á rekstri ljósvakamiðla, gerðist það að prentarar fóru líka í verkfall. Landið var því fjölmiðlalaust - ekkert útvarp, ekkert sjónvarp, engin dagblöð. Það var þá sem DV hóf útsendingar Fréttaútvarpsins sem sló í gegn, og þegar lögreglan mætti á svæðið til að gera sendingartækin upptæk þusti almenningur á staðinn og reyndi að hefta för lögreglu - fólk hafði fengið nóg af ríkiseinokuninni.“ Í kjölfarið hafi einkaleyfi ríkisútvarpsins til reksturs ljósvakamiðla verið afnumið. Engum detti lengur í hug að ríkiseinokun á þessi sviði sé góð hugmynd. „En það þurfti djarfhuga menn til að leiða almenningi þetta fyrir sjónir.“ Sonurinn flutti brýningu fyrir hönd föðurins Sveinn R. Eyjólfsson hafi með störfum sínum verið þeim sem yngri eru fyrirmynd um mikilvægi þess að sýna staðfestu og berjast fyrir bættu samfélagi. Sveinn F. Sveinsson flytur þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föður síns.Heimdallur Sveinn R. Eyjólfsson veitti merkinu sjálfur viðtökur, en sonur hans, Sveinn F. Sveinsson flutti þakkarorð og brýningu til Heimdellinga fyrir hönd föðurs síns.
Sjálfstæðisflokkurinn Fjölmiðlar Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Vindmyllur í Garpsdal, Evrópumálin og stefnuleysi í heilbrigðiskerfinu Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira