Assange verður ekki framseldur strax Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. mars 2024 11:20 Julian Assange þarf að bíða enn lengur eftir niðurstöðu. Getty/Jack Taylor Hæstiréttur í Lundúnum ætlar að gefa yfirvöldum í Bandaríkjunum þriggja vikna frest til að tryggja að Julian Assange njóti stjórnarskrárbundinna réttinda til tjáningarfrelsis. Hann verður ekki framseldur til Bandaríkjanna fyrr en þetta er tryggt. Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð. Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun breska ríkisútvarpsins um dóm Hæstaréttar í Lundúnum í málinu, sem birtur var á ellefta tímanum. Fram kemur í umfjölluninni að í dómnum sé jafnframt talað um að tryggja að hann verði ekki dreginn fyrir dóm í sýndarréttarhöldum eða dæmdur á grunni þjóðernis síns. Þá verði að tryggja að Assange verði ekki dæmdur til dauða, verði hann sakfelldur í Bandaríkjunum. „Ef bandarísk stjórnvöld geta ekki lofað þessu þá fær Assange að áfrýja,“ segir í niðurstöðu dómsins. Dómurinn kemur aftur saman 20. maí næstkomandi til að úrskurða hvort Bandaríkin hafi orðið við kröfum breskra stjórnvalda. Stella Assange, eiginkona Julians, segist í samtali við breska ríkisútvarpið vera bergnumin yfir ákvörðun dómsins um að fresta áfrýjunarbeiðni eiginmanns hennar enn. „Hann er blaðamaður og er sóttur til saka vegna þess að hann dró afleiðingar stríða fram í dagsljósið,“ sagði Stella Assange fyrir utan dómshúsið í Lundúnum eftir að niðurstaðan var birt. Hún segir ríkisstjórn Joe Biden Bandaríkjaforseta ekki eiga að svara kalli breskra dómstóla heldur þess í stað fella niður ákærur á hendur eiginmanni hennar. Stella Assange, eiginkona Julians, og Kristinn Hrafnsson ritstjóri Wikileaks ásamt hópi mótmælenda fyrir utan dómshúsið í febrúar síðastliðnum. Getty/Dave Benett „Þetta mál er til skammar fyrir hvert og eitt einasta lýðræðisríki heims.“ Julian Assange hefur verið í fangelsi í Bretlandi frá árinu 2019 en fyrir það bjó hann í sjö ár í sendiráði Ekvador í Lundúnum. Þangað leitaði hann til að flýja evrópska handtökuskipun vegna kynferðisbrots í Svíþjóð og var veitt hæli af stjórnvöldum í Ekvador. Málið í Svíþjóð er nú fyrnt en bresk yfirvöld segja handtökuskipunina enn gilda. Eftir að honum var vísað úr sendiráðinu var hann handtekinn og færður í fangelsi. Bandaríkjamenn gerðu strax kröfu um að hann yrði framseldur vegna ákæra fyrir samsæri um tölvuinnbrot og njósnir þar í landi. Ákærurnar má rekja til birtingar Wikileaks á hundruð þúsunda skjala Bandaríkjahers og utanríkisþjónustunnar árið 2010. Skjölunum var lekið til samtakanna af Chelsea Manning. Fréttin verður uppfærð.
Mál Julians Assange Bretland Bandaríkin WikiLeaks Tengdar fréttir Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38 Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36 Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46 Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Sjá meira
Gefur lítið fyrir mögulega dómsátt í máli Bandaríkjanna gegn Assange Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna er sagt velta því fyrir sér að bjóða Julian Assange dómsátt, sem myndi fela það í sér að hann játaði að hafa misfarið með leynileg gögn og yrði þess í stað ekki sóttur til saka fyrir njósnir og fleiri alvarlega glæpi. 21. mars 2024 10:38
Kristinn segir málið upp á líf og dauða Mikill fjöldi safnaðist saman við dómsal í Lundúnum í dag þar sem áfrýjunarkrafa Julians Assange stofanda Wikileaks var tekin fyrir. 20. febrúar 2024 18:36
Ögurstund í máli Julian Assange Hæstiréttur í Lundúnum tekur fyrir í dag og á morgun síðustu áfrýjun Julian Assange, eins stofnanda Wikileaks, um framsal til Bandaríkjanna. Þar á hann yfir höfði sér lífstíðarfangelsi verði hann fundinn sekur um brot á njósnalagalöggjöf landsins. 20. febrúar 2024 11:46