Fundar með Bankasýslunni í dag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Margrét Björk Jónsdóttir skrifa 26. mars 2024 11:53 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármálaráðherra á fund með Bankasýslu ríkisins í dag. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir fjármála- og efnahagsráðherra segir næsta skref hjá sér, vegna kaupa Landsbankans á TM tryggingum, vera að funda með Bankasýslu ríkisins. Boðað hefur verið til fundar um málið í dag. „Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“ Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
„Næsta skref hjá mér er að funda með bankasýslunni og það geri ég í dag. Við sjáum bara hvað kemur út úr því,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við fréttastofu. Rætt var við hana um málið að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Bankasýslan fer með eignarhlut ríkisins í Landsbankanum en eins og fjallað hefur verið um undanfarna daga segist Bankasýslan ekki hafa verið upplýst nægilega vel um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM tryggingum. Ríkið á tæplega 100 prósenta hlut í bankanum. Innt eftir því hvort henni þyki tilefni til þess að efna til rannsóknar á símtali Tryggva Pálssonar stjórnarformanns Bankasýslunnar og Helgu Bjarkar Eiríksdóttur formanns bankaráðs Landsbankans í desember ítrekar Þórdís að næsta skref hennar sé að funda með Bankasýslunni. Deildar meiningar eru um hvað rætt var í símtalinu, sem fréttastofa hefur rakið í fyrri fréttum: „Þetta mál hefur auðvitað verið rakið bæði af hálfu Bankasýslunnar í ákveðnum viðbrögðum og svo í svörum bankaráðsins. Ég ætla ekki að fara að túlka frekar það sem bankaráð segir annars vegar og Bankasýslan hins vegar. Mitt hlutverk er að eiga samtal við bankasýsluna og það geri ég í dag,“ segir Þórdís Kolbrún. Hvað finnst þér um vinnubrögð Bankasýslunnar í þessu máli? „Það er margt í þessu máli sem við þurfum að fara yfir og spyrja okkur hvort hefði verið hægt að gera betur og með hvaða hætti. Þetta er það fyrirkomulag sem við höfum, og við höfum talað um að gera breytingar á því. Mér finnst mikilvægt að missa ekki sjónar á þessu grundvallaratriði, sem er bara: Hvað segir eigendastefnan okkar og hvernig ætlum við að halda á þessu máli áfram og þessum eignarhlut?“ segir Þórdís. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi fjármálaráðherra, boðaði það fyrir tveimur árum að leggja niður Bankasýsluna. Til stóð að leggja frumvarp þess efnis fyrir þingið í janúar en ekkert hefur af því heyrst. Þórdís segir málið í vinnslu. „Þetta fyrirkomulag sem við erum með núna, það hefur verið sagt töluvert fyrir mína tíð að það eigi að gera breytingar á því. Það er í vinnslu.“
Kaup Landsbankans á TM Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landsbankinn Efnahagsmál Fjármálafyrirtæki Tengdar fréttir Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54 Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30 Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Bankasýslan þögul sem gröfin Jón Gunnar Jónsson, forstjóri Bankasýslu ríkisins, hyggst ekki veita viðtal um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. Óljóst er hvort Bankasýslan fallist á frásögn formanns bankaráðs af símtali, þar sem hann segist hafa upplýst stjórnarformann Bankasýslunnar um óskuldbindandi tilboð bankans í TM. 26. mars 2024 10:54
Deildar meiningar um hvað sagt var í símtali Óljóst er hvort formaður bankaráðs Landsbankans hafi minnst á að óskuldbindandi kauptilboð hafi verið gert í TM tryggingar í símtali við stjórnarformann Bankasýslunnar í desember eða hvort tilefni símtalsins hafi verið að ræða tilboðið. Bankasýslan hefur ekki staðfest hvort tilboðið hafi verið rætt í símtalinu, sem formaður bankaráðs fullyrðir. 26. mars 2024 07:30
Telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýsluna Formaður Bankaráðs Landsbankans segir ráðið telja sig hafa gert nóg til að upplýsa Bankasýslu ríkisins um fyrirhuguð kaup á tryggingafélaginu TM. Bankasýslunni hafi fyrst verið greint frá áhuga bankaráðs á tryggingamarkaðnum síðasta sumar. Hún hafi ekki á neinum tímapunkti óskað eftir viðbótarupplýsingum um fyrirhuguð kaup Landsbankans á TM. 22. mars 2024 19:30