Skrapp til Grindavíkur og uppgötvaði stórtækan þjófnað Jón Þór Stefánsson skrifar 27. mars 2024 11:21 Jón kemur alltaf við á byggingarlóðinni þegar hann á leið um Grindavík, en hann tók eftir því að eitthvað var að í þetta skipti. Vísir/Arnar Járnmottum sem voru í Grindavík og í eigu byggingafyrirtækisins Bláhæðar hefur verið stolið. Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði. Grindavík Lögreglumál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira
Jón Pálmar Ragnarsson, einn eigandi fyrirtækisins, greindi frá stuldinum á Facebook. Hann segir að andvirði mottanna sé 1,2 milljónir króna, og að þeim hafi líklega verið stolið á tímabilinu 27. febrúar til 25. mars. Í samtali við fréttastofu segir Jón að hann hafi tekið eftir því að járnmotturnar væru horfnar í fyrrakvöld. „Ég átti leið til Grindavíkur. Ég bý þarna, og svo eigum við þessa byggingalóð. Ég kem alltaf við þar til að athuga hvort það sé ekki allt í lagi. Og þarna var ekki allt í lagi því þetta var allt horfið. Þetta var þarna síðast þegar ég var þarna fyrir mánuði síðan,“ segir Jón. „Það var eitthvað skrýtið við þetta. Ég sá nú engin sérstök ummerki. Menn hafa örugglega bara híft þetta á bíl og farið burt. Manni finnst það líklegt.“ Hér má sjá motturnar sem um ræðir.Aðsend Að sögn Jóns er um að ræða sextíu stykki af járnmottum, sem eru rúmir tveir metrar á breidd og fimm metrar á lengd. „Þannig að það er ekkert hlaupið að því að flytja þetta burt nema einna helst með kranabíl,“ segir í færslu Jóns sem bætir við í samtali við fréttastofu að búntið sé ekki flutt á venjulegum rafmagnsbíl. „Það þarf alvöru bíl í þetta.“ Járnmotturnar voru ekki ónýtar í augum Jóns þó að ekki hafi legið nákvæmlega fyrir í hvað þær yrðu notaðar. Planið hafi verið að nota það í byggingu raðhúsa í Grindavík, en eðli málsins samkvæmt er það verkefni stopp. Jón segist enn ekki hafa farið með málið til lögreglunnar. Hann vonaðist til að geta leyst málið með því að greina frá því á Facebook, en ef það gengur ekki segist hann ætla að gera henni viðvart. Hann hvetur fólk sem telur sig vita eitthvað um motturnar að hafa samband við sig, en hann heitir fullum trúnaði.
Grindavík Lögreglumál Mest lesið „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Fleiri fréttir Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Sjá meira