Helga hellir sér í forsetaslaginn Árni Sæberg skrifar 27. mars 2024 12:05 Helga Þórisdóttir býður fram krafta sína til forseta Íslands. Vísir/Einar Helga Þórisdóttir forstjóri Persónuverndar ætlar að gefa kost á sér til embættis forseta Íslands. Helga upplýsti um þetta á blaðamannafundi á heimili sínu í Fossvoginum í hádeginu. Í framboðsræðu sinni fór Helga ítarlega yfir starfsferill sinn, sem hún sagði hafa snúið alfarið að þjónustu við almannahagsmuni. Hún hafi starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel, menntamálaráðuneytinu og Lyfjastofnun. Síðastliðin átta ár hafi hún verið forstjóri Persónuverndar. „Með alla mína dýrmætu reynslu og þekkingu býð ég mig nú fram til embættis forseta Íslands.“ Hún segir að hún brenni fyrir hagsmunum íslenskrar þjóðar og þess vegna bjóði hún fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til þess að gegna mikilvægu embætti forseta Íslands. „Embætti forseta Íslands er að mínu mati eitt af virðingarmestu embættum landsins. Í embættinu þarf að vera einstaklingur sem ber virðingu fyrir lýðræðinu og fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar, eins og þau eru lögfest í okkar stjórnarskrá. Það þarf að vera einstaklingur sem tryggir að virðing sé borin fyrir öllum í lýðræðissamfélagi. Einstaklingur sem tryggir að ríkið, á hverjum tíma, grafi ekki undan okkar helstu gildum.“ Blaðamannafund Helgu má sjá í heild sinni hér að neðan: Stígur til hliðar Í tilkynningu á vef Persónuverndar segir að Helga hafi óskað eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með deginum í dag, 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru verði Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hafi starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Helga verður í leyfi til 1. júní, þegar kosið verður til forseta. Fréttin hefur verið uppfærð. Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Persónuvernd Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Í framboðsræðu sinni fór Helga ítarlega yfir starfsferill sinn, sem hún sagði hafa snúið alfarið að þjónustu við almannahagsmuni. Hún hafi starfað hjá embætti ríkissaksóknara, á nefndasviði Alþingis, hjá EFTA í Brussel, menntamálaráðuneytinu og Lyfjastofnun. Síðastliðin átta ár hafi hún verið forstjóri Persónuverndar. „Með alla mína dýrmætu reynslu og þekkingu býð ég mig nú fram til embættis forseta Íslands.“ Hún segir að hún brenni fyrir hagsmunum íslenskrar þjóðar og þess vegna bjóði hún fram reynslu sína, þekkingu og einlægni til þess að gegna mikilvægu embætti forseta Íslands. „Embætti forseta Íslands er að mínu mati eitt af virðingarmestu embættum landsins. Í embættinu þarf að vera einstaklingur sem ber virðingu fyrir lýðræðinu og fyrir grunngildum íslenskrar þjóðar, eins og þau eru lögfest í okkar stjórnarskrá. Það þarf að vera einstaklingur sem tryggir að virðing sé borin fyrir öllum í lýðræðissamfélagi. Einstaklingur sem tryggir að ríkið, á hverjum tíma, grafi ekki undan okkar helstu gildum.“ Blaðamannafund Helgu má sjá í heild sinni hér að neðan: Stígur til hliðar Í tilkynningu á vef Persónuverndar segir að Helga hafi óskað eftir leyfi frá störfum sem forstjóri Persónuverndar frá og með deginum í dag, 27. mars 2024. Staðgengill forstjóra í hennar fjarveru verði Helga Sigríður Þórhallsdóttir, lögfræðingur, sem hafi starfað hjá stofnuninni síðan 2015, nú síðast sem sviðsstjóri alþjóða- og fræðslusviðs. Helga verður í leyfi til 1. júní, þegar kosið verður til forseta. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Persónuvernd Tengdar fréttir Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56 Mest lesið Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Innlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Innlent Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent „Þetta hefur verið þungur tími“ Innlent Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Innlent Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Innlent Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Erlent Fleiri fréttir Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Sjá meira
Forstjóri Persónuverndar íhugar alvarlega að gefa kost á sér Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar og formaður stjórnar Félags forstöðumanna ríkisstofnana, segir meiri líkur en minni á að hún bjóði sig fram til embættis forseta Íslands. 13. mars 2024 14:56
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent
Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Erlent