„Bjóst ekki við að þetta myndi enda svona“ Valur Páll Eiríksson skrifar 28. mars 2024 07:00 Jesus trúði vart niðurstöðu ítalska knattspyrnusambandsins. Pier Marco Tacca/Getty Images Brasilíumaðurinn Juan Jesus er æfur út í knattspyrnuyfirvöld á Ítalíu fyrir að refsa ekki Francesco Acerbi, leikmanni Inter, fyrir meint kynþáttaníð í hans garð. Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024 Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira
Acerbi, sem er 36 ára gamall landsliðsmaður Ítala, var sakaður um að hafa kallað ókvæðisorðum að Jesus á grundvelli hörundlitar hans í leik milli liðs hans Inter og Napoli, félags Jesus. Málið var fellt niður af ítalska knattspyrnusambandinu á þriðjudag vegna skorts á sönnunargögnum. Acerbi átti tíu leikja bann yfir höfði sér, auk sektar, hefði hann verið fundinn sekur. Hann dró sig úr landsliðshópi Ítala vegna málsins. Napoli gagnrýndi ákvörðunina harðlega í yfirlýsingu í fyrradag og kvaðst félagið ekki ætla að taka þátt í verkefnum Seríu A sem vinna gegn kynþáttaníði. „Þó að ég virði ákvörðunina, þá er það ákvörðun sem ég á erfitt með að skilja og ég er bitur yfir henni,“ segir meðal annars í langri yfirlýsingu sem Jesus sendi frá sér í gær. Acerbi og Jesus ræða málin í umræddum leik.Pier Marco Tacca/Getty Images „Satt að segja er ég hneykslaður á svona alvarlegu atviki þar sem einu mistökin mín voru að taka á því heiðursmannslega. Ég ákvað að trufla ekki mikilvægan leik, með öllum þeim óþægindum sem hefðu valdið áhorfendum sem horfðu á leikinn. Ég gerði það í þeirri trú að slík afstaða hefði verið virt og kannski tekin sem fordæmi,“ „Ég bjóst ekki við að þetta myndi enda svona. Ég óttast – og ég vona að ég hafi rangt fyrir mér – að þetta gæti skapað alvarlegt fordæmi fyrir því að réttlæta ákveðna hegðun eftir atburðinn,“ segir Jesus. Yfirlýsinguna má sjá í tístinu að neðan. Juan Jesus statement. I have read several times and with great disappointment the decision of the sports judge, who felt there was no evidence that I was the victim of a racist insult during the match between Inter and Napoli on 17 March. While respecting the decision, it is pic.twitter.com/fYAD7c0uc4— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) March 27, 2024
Ítalski boltinn Fótbolti Mest lesið Kærustupar á leið á Ólympíuleika þar sem þau fá ekki að vera saman Sport Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Enski boltinn Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Íslenski boltinn Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Enski boltinn Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Fótbolti Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Enski boltinn Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Enski boltinn Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Enski boltinn Tugir hjóla frá Siglufirði til Dalvíkur í nýrri fjallahjólakeppni Sport Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Afturelding | Hvernig mætir toppliðið til leiks án Pedersen? Í beinni: Víkingur - Vestri | Bikarmeistararnir heimsækja Hamingjuna Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Heimir skildi fyrirliðann eftir heima Palace gerir hosur sínar grænar fyrir Akanji Taplausir síðan Caulker kom inn í liðið Borga fjörutíu milljónir punda fyrir kantmann sem skoraði tvö mörk í fyrra Höfnuðu fimmtíu milljóna punda tilboði í Strand Larsen Slot gagnrýnir Newcastle: „Þetta var ekki fótboltaleikur“ Fall reyndist fararheill hjá Eyjakonum Sjáðu Örvarnar hitta í mark á Meistaravöllum Segir að Dowman sé eins og Messi Gagnrýndu Bruno: „Hann átti skelfilegan leik“ Sjáðu sigurmark Rios og öll hin frá St. James' Park Hélt uppi meira en aldar gamalli hefð Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“ Van Dijk um Rio: Draumabyrjun en hann verður að vera auðmjúkur Rio setti nýtt Liverpool met Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu Inter byrjar tímabilið á stórsigri Örvar: Tökum þessa þrjá punkta og förum brosandi heim Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin Uppgjör: KR-Stjarnan 1-2 | Örvar kom Stjörnunni inn í titilbaráttuna Ísak Andri lagði upp mark í langþráðum sigri Selja „Isak er rotta“ treyjur fyrir utan völlinn og eldspýtur fylgja með Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks Markvörður ÍBV kominn með fimm gul spjöld í sumar Heljarmennið sem fagnaði eins og Schwarzenegger Sjáðu dramatíkina í Krikanum og mörkin fyrir norðan Sjá meira