Verulega brugðið yfir Hamraborgarmálinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. mars 2024 19:20 Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Vísir/Arnar Lögregla leitar enn að tveimur þjófum sem stálu tugum milljóna króna úr bíl Öryggismiðstöðvarinnar í fyrradag. Þónokkrar vísbendingar hafa borist en lögregla virðist engu nær. Forstjóra Happdrættis Háskóla Íslands, sem á féð, er verulega brugðið og reiknar með að verklagi verði breytt vegna málsins. Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“ Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Starfsmenn Öryggismiðstöðvarinnar voru að sækja spilakassafé fyrir Happdrætti Háskólans inni á barnum Catalinu í Hamraborg í fyrradag þegar þjófarnir tveir brutust inn í bíl þeirra og stálu peningum sem var nýbúið að sækja af Vídjómarkaðnum hinum megin við götuna. „Okkur var verulega brugðið enda er þetta óvenjulegur atburður og fátítt í okkar samfélagi. En á móti var manni svo létt þegar maður frétti það að það hefði enginn slasast í þessu innbroti. Þetta er einstakt og kannski svolítið ógnvekjandi fyrir vikið líka,“ segir Bryndís Hrafnkelsdóttir, forstjóri Happdrættis Háskóla Íslands. Fram kemur á heimasíðu Öryggismiðstöðvarinnar að við verðmætaflutninga sé fyllsta öryggis gætt með „sérhæfðri þjálfun“ og öryggisverðir og bílar séu búnir „öflugum varnar- og samskiptabúnaði“. Þó liggur fyrir að þjófarnir voru aðeins tæpa mínútu að brjótast inn í bíl Öryggismiðstöðvarinnar og hafa peningana á brott. Bryndís segir samstarfið við Öryggismiðstöðina hafa verið gott. Ekki sé horft til þess að endurskoða það samstarf. „Við munum fara yfir alla ferla með þeim og ég býst við, eða það segir sig sjálft, að það verði gerðar breytingar á ferlum sem snúa beint að okkur og svo sem snúa að þeim innanhúss.“ Ekkert fjárhagslegt tjón Það blasi þó við að þau hjá Happdrættinu hafi nú áhyggjur af því að mál af sama meiði komi upp í framtíðinni. Að einhverjir aðrir úti í bæ séu að horfa og hugsi, þarna gætu leynst tækifæri? „Já, að sjálfsögðu og það er eðlilegt framhald. Og þess vegna erum við að eiga þetta samtal við Öryggismiðstöðina um hvernig sé hægt að efla þessi öryggismál í kringum þessa verðmætaflutninga og hvað hægt er að gera,“ segir Bryndís. Lögregla segir að þjófarnir hafi stolið um tuttugu til þrjátíu milljónum króna en Bryndís vill ekkert staðfesta um upphæðina. Peningarnir voru tryggðir og Happdrættið verður því ekki fyrir neinu tjóni. Og það hlýtur að vera talsverður léttir? „Já, þú getur rétt ímyndað þér það.“
Peningum stolið í Hamraborg Lögreglumál Fjárhættuspil Tengdar fréttir Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04 Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36 Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Sjá meira
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Ekki viss hvort nokkru þurfi að breyta eftir tug milljóna króna þjófnað Of snemmt að segja til um hvort uppfæra þurfi verkferla hjá Öryggismiðstöðvarinnar vegna þjófnaðs sem átti sér stað í Hamraborg í Kópavogi á mánudagsmorgun. Þetta segir Ómar Brynjólfsson, framkvæmdastjóri mannaðra lausna hjá Öryggismiðstöðinni. 27. mars 2024 16:04
Þjófanna enn leitað og óvíst hvenær Bláa lónið opnar Í hádegisfréttum fylgjumst við áfram með peningaráninu sem framið var í Hamraborg í Kópavogi í fyrradag. 27. mars 2024 11:36
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum