Verstappen efstur á óskalista Mercedes: Ummæli Toto kynda undir sögusagnir Aron Guðmundsson skrifar 28. mars 2024 14:01 Max Verstappen er afar sigursæll ökumaður. Sá besti í Formúlu 1 þessi dægrin. Vísir/Getty Þrefaldi heimsmeistari ökumanna, Hollendingurinn Max Verstappen, er fyrsti maður á lista hjá Mercedes yfir þá ökumenn sem liðið vill fá til liðs við sig til að fylla upp í skarð Lewis Hamilton á næsta tímabili. Ummæli Toto Wolff, framkvæmdastjóra Formúlu 1 liðs Mercedes um Verstappen hafa vakið mikla athygli og virkað sem olía á eld orðróma. Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum. Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sjöfaldi heimsmeistarin Lewis Hamilton er á leið yfir til Ferrari eftir yfirstandandi tímabil og það sér til þess að Mercedes er nú í leit að ökumanni til þess að mynda ökumannsteymi liðsins með Bretanum George Russell. Þó nokkrir ökumenn hafa verið orðaðir við ökumannssætið hjá Mercedes. Þeirra á meðal er reynsluboltinn Fernando Alonso, samlandi hans Carlos Sainz sem víkur fyrir Hamilton hjá Ferrari og téður Max Verstappen sem hefur ráðið lögum og lofum í Formúlu 1 undanfarin tímabil. Toto Wolff, framkvæmdastjóri Mercedes Vísir/Getty Toto Wolff var spurður út í möguleikann á því að Verstappen yrði ökumaður Mercedes og það er ekki annað hægt að segja en að svar hans hafi vakið athygli. „Þetta er þannig tegund af samstarfi að það þarf að eiga sér stað á einhverjumn tímapunkti. Við vitum hins vegar ekki hvenær,“ svaraði Toto sem þekkir Verstappen feðgana frá fyrri tíð í undirmótaröðum Formúlu 1. „Það er laust sæti hjá okkur. Eina lausa sætið hjá einu af toppliðum Formúlu 1, ekki nema að Max ákveði að halda frá Red Bull. Þá er okkar sæti ekki enn á lausu.“ Verstappen og Hamilton elduðu grátt silfur saman tímabilið ótrúlega þar sem að Verstappen hafði að lokum betur í baráttunni um heimsmeistaratitil ökumanna á síðasta hring í síðustu keppni ársins. Glæst saga Hamilton hjá Mercedes mun að eilífu vera meitluð í stein en hins vegar gæti það ekki talið vera annað en áfall fyrir hann að sjá sinn allra helsta erkióvin fylla upp í sæti sitt hjá þýska risanum.
Mest lesið Þóttist vera með krabbamein með iPhone snúru upp í nefinu Sport Jón Dagur gagnrýnir sérfræðinga RÚV: „Regla að þú gast ekkert eða veist ekkert?“ Fótbolti Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Fótbolti Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Fótbolti Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Fótbolti Svisslendingarnir stálu handklæði Sveindísar Fótbolti Einkunnir Íslands: Fátt að frétta Fótbolti Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Fótbolti Twitter yfir leiknum gegn Sviss: Áberandi óþol í garð dómarans Fótbolti „Hef ekki hugsað það, tuttugu mínútum eftir leik“ Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira