Hvað er opið um páskana? Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. mars 2024 15:41 Um páskana borða margir páskaegg. Vísir/Einar Opnunartímar verslana og þjónustu breytast yfir páskahátíðina en þó er hægt að verða sér út um helstu nauðsynjar á frídögum þessa helgina. Sundlaugar og skíðasvæði eru opin víða í dag. Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar. Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Kringlan er opin til klukkan 17 í dag, en verður lokuð á morgun. Hún opnar aftur á laugardag, frá 11-18, áður en við tekur tveggja daga lokun á páskadag og annan í páskum. Það nákvæmlega sama má segja um Smáralind. Þegar kemur að Glerártorgi á Akureyri vandast málið eilítið, þar sem opnunartími verslana þar er afar mismunandi yfir hátíðirnar. Hann má þó nálgast hér. Verslanir Verslanir Hagkaupa í Skeifunni og Garðabæ verða opnar allan sólarhringinn alla páskana. Hins vegar verður lokað á Eiðistorgi, Spönginni, Kringlunni og Smáralind á morgun föstudaginn langa, og á páskadag. Þar að auki verður lokað í Kringlunni og Smáralind annan í páskum. Hér að neðan má síðan sjá opnunartíma Krónunnar. Bónus er með opið eins og venjulega í dag, á morgun og á laugardag, þó verslunin í Kringlunni verði reyndar lokuð á morgun. Allar verslanir verða hins vegar lokaðar á páskadag og annan í páskum. Verslanir Nettó verða að mestu opnar, þó flestar þeirra loki á páskadag. Þó verða verslanir á Glerártorgi, Granda, Iðavöllum, Ísafirði, Mjódd, Mosfellsbæ, Selfossi og Selhellu opnar þann daginn. Opið verður í Heimkaupum alla daga til klukkan tíu að kvöldi. Extra í Keflavík og á Akureyri verður með opið allan sólarhringinn alla dagana. Melabúðin er opin frá tíu til átta alla daga nema páskadag, en þá verður lokað. Í Fjarðarkaupum verður lokað á föstudaginn langa, páskadag og annan í páskum. Verslanir Vínbúðarinnar eru lokaðar í dag og á morgun. Þær opna aftur á laugardag áður en skellt verður í lás yfir páskadag og annan í páskum. Netverslanir með áfengi, svo sem Desma og Nýja Vínbúðin, eru þó með opið hjá sér yfir allra heilögustu helgidagana. Apótekarinn verður með opið alla daga til miðnættis í Austurveri, rétt eins og Lyfja í Lágmúla og Smáratorgi. Lyfjaval Hæðasmára er opið allan sólarhringinn og Lyfjaval Vesturlandsvegi alla daga til kl. 22. Verslanir ÁTVR eru lokaðar í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Vera kann að einhverjir sem gerðu ekki ráð fyrir því verði sér úti um áfengi annars staðar.Vísir/Vilhelm Þjónusta Strætó á höfuðborgarsvæðinu og á landsbyggðinni ekur samvkæmt sunnudagsáætlun í dag, á morgun, á páskadag og annan í páskum. Opið er til 17 í Hlíðarfjalli á Akureyri í dag, rétt eins og næstu þrjá daga. Því geta skíða- og brettakappar varið páskunum á skíðum fyrir norðan. Það geta þeir einnig gert á skíðasvæði Dalvíkur, sem opið er til 16 alla dagana, í Skarðsdal á Siglufirði, eða í Bláfjöllum, þar sem opið er til 17 alla dagana. Breiðholtslaug og Grafarvogslaug verða lokaðar á morgun en annars opnar. Á páskadag verða Árbæjarlaug, Dalslaug og Klébergslaug lokaðar.
Páskar Neytendur Matvöruverslun Verslun Mest lesið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Hópuppsögn í Grindavík: „Erfiðasta ákvörðun sem við höfum tekið í lífinu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira