Þetta var við Nykurtjörn við Húsavík, skammt frá skíðasvæðinu á Húsavík.
Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að snjóflóðahætta sé á þessu svæði.
Björgunarfólk á vélsleðum og snjóbílum fór á staðinn. Þau hlúðu að manninum, bjuggu um hann og komu honum í sjúkrabörur.
Hann var svo fluttur áfram í björgunarsveitarbíl til móts við sjúkrabíl. Allir frá björgunarsveitunum sneru heim rétt fyrir fjögur í dag.

