Leikmaður PSG biðst afsökunar á að hafa deilt niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. mars 2024 09:30 Albert á ferðinni gegn BK Häcken í gærkvöld, fimmtudag. Christian Liewig/Getty Images Hin tvítuga Korbin Rose Albert, leikmaður París Saint-Germain og bandaríska landsliðsins, kom sér í vandræði með því að deila niðrandi efni um LGBTQ-einstaklinga á samfélagsmiðlinum TikTok nýverið. Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“ Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Albert var á skotskónum þegar París tryggði sér sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í gær, fimmtudag. From the other side of the pond Korbin Albert gives PSG breathing space in this tie.Watch the UWCL LIVE and FREE on https://t.co/ye55kUaVzk #UWCLonDAZN #NewDealforWomensFootball pic.twitter.com/vqgIhe9hbW— DAZN Football (@DAZNFootball) March 28, 2024 Eftir leikinn baðst hún opinberlega afsökunar á að hafa deilt kristilegu efni á TikTok-reikningi sínum þar sem fram kom að samkynhneigð og að vera trans væri einfaldlega rangt. „Ég vil biðjast innilegrar afsökunar fyrir gjörðum mínum á samfélagsmiðlum. Að líka við og deila efni sem er móðgandi, særandi og dónalegt var bæði barnalegt og ruddalegt af mér. Það var aldrei ætlun mín að særa neinn,“ sagði Albert meðal annars í yfirlýsingu sinni. U.S. midfielder Korbin Albert apologizes for sharing 'insensitive and hurtful' social media posts https://t.co/buGww7w3hX— The Associated Press (@AP) March 29, 2024 Áður hafði hún vakið athygli fyrir að birta myndband af sér og fjölskyldu sinni á 4. júlí, þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, þar sem þau sögðu öll að fornöfn þeirra væru U.S.A. Eftir afsökunarbeiðnina er myndbandið hvergi að finna á samfélagsmiðlum leikmannsins. Albert hefur spilað með PSG síðan á síðasta ári eftir að hafa klárað nám sitt við Notre Dame-háskólann í Bandaríkjunum. Þar lék hún með skólaliðinu, Notre Dame Fighting Irish. Hún er tvítugur miðjumaður sem kemur upprunalega frá Grayslake í Illinois í Bandaríkjunum. Síðan hún gekk í raðir PSG hefur ferill hennar aðeins farið upp á við og er hún mikilvægur hlekkur í bandaríska landsliðinu. Ummæli hennar vöktu þá ekki mikla lukku hjá goðsögninni Megan Rapinoe sem er einn helsti talsmaður LGBTQ-samfélagsins ásamt því að vera ein besta knattspyrnukona sem Bandaríkin hafa alið. From @TheAthletic: Recently retired USWNT midfielder Megan Rapinoe responded strongly on Wednesday to anti-LGBTQ content reposted on TikTok this past week by new USWNT midfielder Korbin Albert. https://t.co/MRRapVBdP0— The New York Times (@nytimes) March 29, 2024 „Hatur er það eina sem þú trúir á og krakkar eru takandi eigið líf út af hatri sem þessu,“ er meðal þess sem Rapinoe sagði um málið. Albert spilar í dag í treyju númer 15 hjá Bandaríkjunum. Númerið sem Rapinoe gerði ódauðlegt á sínum tíma. Endaði goðsögnin færslu sína á Instagram með „ykkar einlæg, númer 15.“
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Fótbolti Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Fótbolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Fleiri fréttir Langlaunahæsti leikmaður liðsins í frystinum „Fallegt að koma inn á fyrir bróður“ Þjarmað að Santos á blaðamannafundi eftir leik „Fyrri hálfleikurinn lagði grunninn“ „Fagnið var fyrir mömmu og pabba“ „Héldum áfram og drápum leikinn“ Svíar sóttu jafntefli og Ítalir möluðu Eista Ísak Bergmann: Stoltur af þjóðinni í kvöld Einkunnagjöf íslenska landsliðsins: Albert maður leiksins Tuchel hefur ekkert rætt við Greenwood 54 ára markvörður rífur hanskana af hillunni Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Uppgjörið: Ísland - Aserbaísjan 5-0 | Algjör einstefna í seinni hálfleik Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Levy var neyddur til að hætta Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sjá meira
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn