Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12.
Hádegisfréttir hefjast á Bylgjunni klukkan 12. Vísir

Mikil aðsókn hefur verið í Neyðarskýli borgarinnar fyrir heimilislausa síðustu daga. Samningur við Samhjálp um dagdvöl fyrir heimilislausa rennur út um mánaðamót og óvissa hvort hann verði framlengdur. Í hádegisfréttum á Bylgjunni verður rætt við sviðsstjóra velferðarsviðs Reykjavíkurborgar um stöðu mála. 

Tvær vikur í mánuði er enginn lögreglumaður staðsettur í Vík í Mýrdal. Þúsundir ferðamanna heimsækja svæðið á hverjum degi, enda vinsælir ferðamannstaðir allt um kring. Sveitarstjóri kallar eftir breytingum.

Aðsókn í Bláfjöll var minni í gær en búast hefði mátt við í heiðríkjunni vegna nokkurs hvassviðris á svæðinu. Framkvæmdastjóri skíðasvæðisins býst við fjölmenni í dag og skorar á fólk að draga fram skíðin og mæta.

Þetta og margt fleira í hádegisfréttum á Bylgjunni klukkan tólf. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×