Jón Gnarr boðar fregnir á þriðjudag Eiður Þór Árnason skrifar 30. mars 2024 14:51 Jón Gnarr var borgarstjóri Reykjavíkur á árunum 2010 til 2014 fyrir Besta flokkinn. Vísir/Ívar Fannar Jón Gnarr, listamaður og fyrrverandi borgarstjóri hyggst loks greina frá því á þriðjudag hvort hann muni gefa kost á sér í komandi forsetakosningum. „Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
„Eins og flest ættu að vita þá hef ég verið að velta fyrir mér mögulegu forsetaframboði undanfarna mánuði. Þetta er búið að vera langt og strangt ferli; hvað skal gera, hvernig skal gera það og hvenær. Ég hef ekki viljað sitja óþarflega lengi á þessum upplýsingum en heldur ekki ana að neinu og auðvitað, fyrst og fremst, taka ákvörðun sem ég er og verð sáttur með,“ segir Jón í færslu sem hann deilir á samfélagsmiðlum. Hann hafi nú útbúið stutt myndband þar sem hann geri grein fyrir ákvörðun sinni og til standi að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X þriðjudaginn 2. apríl klukkan 20. Um vika er liðin frá því að Jón sagði meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í forsetakosningunum sem fram fara 1. júní. Láti hann slag standa bætist hann í stóran hóp frambjóðenda en framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl. Í viðtali við Akureyri.net í febrúar sagðist Jón íhuga framboð af alvöru og hann telji sig geta orðið „fínan forseta.“ Hann hafi ítrekað verið hvattur til að bjóða sig fram. „Ég hafði aldrei pælt í því að vera forseti, en árið 2016, þegar Guðni var kosinn fyrst var fólk að stinga upp á mér og ég tók þetta alvarlega. Ræddi það við konuna mína. Þá komst ég að þeirri niðurstöðu að mig langaði ekki að fara í framboð. Núna kemur þetta aftur upp og ég get sagt að ég er að hugsa þetta af alvöru,“ sagði Jón við Akureyri.net. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Tengdar fréttir „Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36 Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
„Meiri líkur en minni“ á að Jón Gnarr fari fram Jón Gnarr leikari og fyrrverandi borgarstjóri segir meiri líkur en minni á að hann gefi kost á sér í komandi forsetakosningum. 22. mars 2024 21:36
Íhugar forsetaframboð af alvöru Jón Gnarr, grínisti, leikari, rithöfundur og fyrrverandi borgarstjóri, veltir því fyrir sér af alvöru að fara í forsetaframboð. 12. febrúar 2024 21:48