Gangast við því að hafa drepið Palestínumenn á strönd eftir birtingu myndskeiðs Eiður Þór Árnason skrifar 31. mars 2024 19:01 Að sögn Al Jazeera var maðurinn óvopnaður og veifaði hvítu flaggi skömmu áður en hann var skotinn. Skjáskot/Al Jazeera Ísraelski herinn hefur staðfest að hermenn á þeirra vegum hafi skotið tvo Palestínumenn til bana og sært einn til viðbótar á strönd nærri Gasaborg. Yfirlýsingin kemur eftir birtingu myndskeiðs sem sýnir karlmann falla til jarðar og vinnuvél ýta tveimur líkum út í sandinn. Tveir féllu í árás á tjaldbúðir við spítala á Gasa og stendur til að hefja viðræður um vopnahlé í dag. Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Hermálayfirvöld segja hermennina hafi skotið umrædda menn eftir að þeir hafi hunsað viðvörunarskot. Umrætt myndskeið var sýnt á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni en óljóst er hvenær það var tekið. Fullyrða fréttamenn stöðvarinnar að minnst tveir þeirra sem sjáist á myndbandinu hafi veifað hvítu flaggi áður en skotið var á þá. Ísraelski herinn segir að átt hafi verið við myndskeiðið og það sýni tvö ólík atvik sem gerðust á tveimur stöðum á Gasa. Al Jazeera segir hins vegar að báðar skotárásirnar hafi átt sér stað á svipuðum stað á strönd suðvestur af Gasaborg. Tveir féllu í loftárás við spítala Tveir Palestínumenn létust og fimmtán aðrir særðust þegar ísraelsk loftárás hæfði tjaldbúðir á lóð spítala í borginni Deir al-Balah á Gasa í dag. Þúsundir manna dvelja í tjöldum við Al-Aqsa Martyrs spítalann síðustu mánuði eftir að hafa flúið heimili sín á stríðshrjáðri Gasaströndinni. Palestínumenn bera særða manneskju í kjölfar loftárásar á Al Aqsa spítalann. Ap/Abdel Kareem Hana Tugir þúsunda hafa leitað skjóls á sjúkrahúsum á Gasa frá því að stríðið hófst þar sem þau eru talin ólíklegri til að verða fyrir loftárásum. Ísrael hefur sakað Hamas-liða um að setja upp aðstöðu í og við heilbrigðisstofnanir og ráðist inn í fjölda spítala. Egypskir fjölmiðlar greina frá því að til standi að hefja á ný viðræður Ísrael og Hamas um vopnahlé á Gasa í dag. Fara þær fram í Kaíró, höfuðborg Egyptalands eftir að Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels gaf grænt ljós á þær á dögunum. Veifað hvítu flaggi Í áðurnefndu myndbandi sem náðist á strönd utan við Gasaborg sést maður ganga í burtu frá ísraelskum hermönnum skömmu áður en hann fellur til jarðar, að því er virðist eftir að hafa verið skotinn. Á einum tímapunkti sést hann lyfta höndum fyrir ofan höfuð og að sögn Al Jazeera sveiflar hann hvítu flaggi skömmu áður en hann er skotinn. Í öðrum hluta myndskeiðsins sést annar palestínskur karlmaður nálgast ísraelska hermenn haldandi á því sem Al Jazeera lýsir einnig sem hvítu flaggi áður en hann fer út fyrir ramma myndskeiðsins. Að lokum sést ísraelsk jarðýta ýta tveimur líkum út í sorpblandaðan sandinn. Herinn segir vinnutækið hafa verið notað af ótta við að mennirnir bæru sprengiefni innanborðs. Þá eru þeir sagðir hafa borið töskur en þær voru ekki sjáanlegar á umræddu myndskeiði. Svipuð atvik náðst á myndband AP-fréttaveitan greinir frá því að önnur álíka myndbönd hafi komist í dreifingu síðustu mánuði. Þau sýni ísraelska hermenn skjóta í áttina að og í sumum tilfellum drepa nálæga Palestínumenn þrátt fyrir að lítið bendi til að hermönnum hafi staðið ógn af þeim. Í janúar birtist myndefni þar sem maður sást skotinn til bana á meðan hann gekk með hópi fólks sem veifuðu hvítu flaggi. Þá virtist annað myndskeið sem birt var af Al Jazeera í síðustu viku sýna minnst fjóra Palestínumenn gangandi á sandbornum göngustíg farast í árás Ísraela. Palestínumenn og mannréttindasamtök saka Ísraelsher um að beita óhóflegu herafli á Gasa og gera lítinn greinarmun á hernaðarlegum skotmörkum og borgaralegum innviðum. Þetta hafi leitt til mikils mannfalls meðal almennra borgara. Yfir 32 þúsund Palestínumenn hafa fallið í aðgerðum Ísrael á Gasa, að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Þær hófust þann 7. október í fyrra eftir að Hamas-liðar réðust inn í suðurhluta Ísrael og drápu þar 1.200 manns og rændu um 250 til viðbótar.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50 Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Gera Ísraelum að afstýra hungursneyð á Gasa Alþjóðadómstóllinn hefur skipað Ísrael að leyfa óheft flæði hjálpargagna og mannúðaraðstoðar inn á Gasa, svo koma megi í veg fyrir hungursneyð. 29. mars 2024 15:50
Nærri fjörutíu taldir af eftir loftárásir Ísraela á Sýrland Minnst 38 eru taldir af eftir loftárásir Ísraelshers nærri borginni Aleppo í nótt. Meðlimir Hezbollah og óbreyttir borgarar eru sagði meðal hinna látnu. 29. mars 2024 08:20