Hugsanleg framboðslén stofnuð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 1. apríl 2024 08:47 Lénin katrinjakobs.is og hallahrund.is hafa verið stofnuð en enginn veit hvort um framboðssíður sé að ræða eða ekki. Vísir/Samsett Netverjar grafa oft upp ótrúlegustu hluti en svo virðist sem bæði Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, sem báðar hafa verið orðaðar við embætti forseta, hafi stofnað lén eftir eigin nafni. Sami greiðandi er á léni Katrínar og katrinjakobsdottir.is sem stofnað var árið 2006. Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis. Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira
Björg Sigurðardóttir birti skjáskot á miðilinn X sem sýndi að lénið hallahrund.is hafi verið stofnað af ónafngreindum aðila þann 28. mars síðastliðinn. Hún skrifaði við skjáskotið: „Hér er greinilega allt að gerast!“ Það var þá sem Þorsteinn V. Einarsson sem heldur úti miðlinum Karlmennskunni og er þjóðinni kunnur komst á snoðirnar um það að lénið katrinjakobs.is hafi einnig verið stofnað ekki nema tveimur dögum fyrr en aftur af ónafngreindum aðila. Hér er greinilega allt að gerast! pic.twitter.com/7fvmW5KhwU— Björg Sigurðardóttir (@bjorgksig) March 31, 2024 Upplýsingar um skráð lén má sjá á síðu ISNIC sem er fyrirtækið sem sér um skráningu léna undir landsléninu „is.“ Þar sem nafn rétthafa kemur ekki fram á síðu ISNIC geta stofnendur síðanna verið hver sem er enn þó virðist tímasetningin núna um páskana benda til þess að um framboðssíður sé að ræða. Margir hafa spáð því að Katrín Jakobsdóttir muni tilkynna framboð til forseta og þykir líklegt að skyldi hún gera það gerði hún það eftir páska. Björn Ingi Hrafnsson, ritstjóri Viljans, sagði til að mynda í síðustu viku í viðtali í Reykjavík síðdegis að hann teldi að Katrín byði sig fram á næstu dögum. Þá hafa einnig hátt í tvö þúsund og sexhundruð manns gengið í stuðningsmannahópinn „Ég vil að Halla Hrund orkumálastjóri bjóði sig fram til forseta Íslands.“ Hún sagði í samtali við Vísi í síðustu viku að hún hafi fengið „fullt af hvatningu.“ Hún sveigði sér fimlega undan því að svara því hvort hún sé að íhuga að bjóða sig fram en að lokum sagðist hún ætla austur á heimaslóðir og komast að niðurstöðu. Það liggur beinast við að það sé að minnsta kosti eitthvað sem hún er að gera upp við sig. Jón Gnarr, listamaður og fyrverandi borgarstjóri greindi einnig frá því í fyrradag að hann hyggist loks tilkynna hvort hann gefi kost á sér. Hann ætli að gera það með „stuttu myndbandi“ sem hann hafi útbúið og ætlar hann að birta það á miðlunum Facebook, Instagram og X annað kvöld. Fyrir rúmri viku sagði Jón meiri líkur en minni á því að hann gæfi kost á sér í embættið. Láti þau öll þrjú slag standa bætast þau í stóran hóp frambjóðenda til kosninganna sem fara fram 1. júní. Framboðsfrestur rennur út þann 26. apríl þannig það styttist í að þjóðin fái heildarmynd af þeim valkostum sem sér standa til boða á kjörseðlum í sumar. Hægt er að fylgjast með öllum vendingum kosningabaráttunar í forsetavakt Vísis.
Forsetakosningar 2024 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Viðskipti innlent Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum Erlent Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Erlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Innlent Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Innlent Fleiri fréttir Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Sjá meira