Hvar eru kjarasamningar öryrkja? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar 2. apríl 2024 09:15 Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alma Ýr Ingólfsdóttir Kjaraviðræður 2023-24 Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed Skoðun Skoðun Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Íslenskum verkalýðsfélögum hefur gengið ágætlega að ná fram launahækkunum og ýmsum öðrum kjarabótum í samningum upp á síðkastið. Það er mikið fagnaðarefni. Þegar litið er til þess hóps sem býr við einna lökust kjör í landinu, örorkulífeyristaka, er rík þörf á að ná fram lífsnauðsynlegum kjarabótum. Staða örorkulífeyristaka er í dag óboðleg og ekki mannsæmandi. Það er hins vegar ekki samið um lífeyri. Lífeyristakar sitja ekki við samningaborðið. Þar sitja stjórnvöld ein. Hækkanir á lífeyri síðustu misseri hafa ekki einu sinni haldið í við verðbólgu. Kaupmáttur fatlaðs fólks hefur sem sagt rýrnað, og var nú rýr fyrir. Þetta sýna tölurnar svart á hvítu. Lítum aðeins á þær. Rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, á hag örorkulífeyristaka undir lok síðasta árs sýnir með afdráttarlausum hætti að það sé rík þörf á hækkun lífeyris og öðrum kjarabótum án tafar. 68,5% geta ekki mætt óvæntum útgjöldum Ef þvottavélin bilar þarf að bregðast við því. Sömuleiðis ef þakið fer að leka eða ef þú þarft að láta gera við skemmda tönn. Þetta kostar auðvitað allt. En hvað gerir þú ef þú ræður einfaldlega ekki við kostnaðinn? Nærri sjö af hverjum tíu lífeyristökum, eða 68,5%, geta ekki mætt óvæntum 80.000 króna útgjöldum án þess að stofna til skuldar. Til samanburðar er þetta hlutfall 37,4% hjá fólki á vinnumarkaði í aðildarfélögum ASÍ og BSRB, sem er í sjálfu sér allt of hátt hlutfall þótt það sé helmingi lægra. 55,5% eru í verri stöðu en fyrir ári En lífeyrir hefur hækkað, er staðan þá ekki að skána? Það væri nú ágætt. En verðbólgan hefur étið upp þær hækkanir sem Alþingi hefur samþykkt og gott betur. ÖBÍ réttindasamtök settu fram kröfu um 12,4% hækkun við gerð síðustu fjárlaga en hækkunin sem samþykkt var að lokum hélt ekki einu sinni í við verðbólgu. Áður nefnd rannsókn Vörðu sýnir að 55,5% örorkulífeyristaka meta fjárhagsstöðu sína verri en hún var fyrir ári. Til viðbótar sögðust 32,4% stöðuna ekki hafa breyst. Þetta þýðir að kjör um 88% lífeyristaka voru sambærileg eða lakari en ári fyrr. Hversu vond þarf staðan að vera til þess að brugðist sé við með afgerandi hætti? Til að hún sé leiðrétt? 12,4% til að mæta lífsnauðsynjum ÖBÍ réttindasamtök gerðu, eins og áður segir, kröfu um 12,4% hækkun á lífeyri við gerð síðustu fjárlaga. Það var bæði hófsöm og sanngjörn krafa. Hún byggði á því að matarkarfan hafði hækkað um þetta sama hlutfall 12 mánuðina á undan. Raunin varð 5,6% hækkun, sem dugði ekki til að leiðrétta kjör lífeyristaka og hvað þá til að mæta hækkandi verðlagi. Síðan þá er liðið nærri hálft ár og matarkarfan einungis hækkað í verði. Þörfin á afdráttarlausum aðgerðum hefur einungis aukist. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar segir: „Afkoma örorkulífeyrisþega verður áfram bætt með það að markmiði að bæta sérstaklega kjör þeirra sem lakast standa.“ Þessum markmiðum hefur ekki verið náð og eru þau í raun fjarlægari í dag en þegar sáttmálinn var undirritaður. Er því nema von að spurt sé hvenær kjör fatlaðs fólks verða leiðrétt – verða mannsæmandi? Við hjá ÖBÍ réttindasamtökum erum tilbúin til að setjast við samningaborðið, hvenær sem er, og ræða raunhæf kjör. Við bíðum við símann. Höfundur er formaður ÖBÍ réttindasamtaka.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun