„Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð sköllóttur“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. apríl 2024 13:01 Pedri þarf líklega litlar áhyggjur að hafa af hármissi. Líklegra virðist að hann raki sjálfur makkann af. Getty Spænska ungstirnið Pedri hefur ekki átt sjö dagana sæla eftir stórkostlegt ár hans árið 2021. Meiðsli hafa strítt unga manninum sem er þess þó viss að hann verði enn að eftir áratug. Hann virðist þá ekki hræðast hármissi. Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi. Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Fjölmargur karlmaðurinn þarf að horfast í augu við það að missa hárið á einhverjum tímapunkti. Misjafnt er hversu snemma á lífsleiðinni slíkt hefst en dæmandi út frá þykkri hárlínu spænska ungstirnisins Pedri verður það seint vandamál á þeim bænum. Hár Davy Klaassen hefur þykknað töluvert frá komu hans til Mílanó.Samsett/Getty Misjafnt er hversu vel menn takast á við hármissinn en ef litið er til fótboltamanna eru Antonio Conte, Wayne Rooney og Davy Klaassen á meðal manna sem hafa tekið hármissinum illa og ákveðið að fara í ígræðslur til að þykkja makkann. Aðrir eru sköllóttir af sjálfdáðum. Emil Hallfreðsson er nærtækasta dæmið en hann hóf snemma að skafa höfuðið, þrátt fyrir vöxt sem bauð upp á annað. Skotinn Scott Brown er annar. Það kom mörgum á óvart þegar hann hóf þjálfaraferil sinn að skyndilega var mættur maður með þykkt dökkt hár. Þá hafði hann rakað sig sköllóttan allan ferilinn til þess eins að ógna andstæðingum sínum. Scott Brown var sköllóttur til að ógna andstæðingum sínum.Getty/Ian MacNicol Pedri virðist vera á meðal manna í síðari hópnum ef dæma má af nýlegum ummælum miðjumannsins unga. Hann var spurður um helgina hvar hann sæi sig staddan eftir áratug. „Hvar sé ég mig eftir tíu ár? Ég verð 31 árs, enn spilandi fótbolta, og kannski verð ég sköllóttur. Mig hefur alltaf langað að sjá mig sköllóttan, ég veit ekki af hverju,“ segir Pedri við Diario Sport á Spáni. Pedri spratt fram á sjónarsviðið leiktíðina 2020-21, þá aðeins 19 ára gamall, og var á meðal betri leikmanna Barcelona þá leiktíðina. Hann var svo góður að hann hlaut sæti í byrjunarliði Spánar á EM sumarið eftir og í kjölfar þess lék hann alla Ólympíuleikana í Tókýó síðar sama sumar. Alls lék Pedri 73 leiki á einni leiktíð og hann hefur ekki verið samur eftir þetta mikla álag. Hann hefur orðið fyrir átta mismunandi meiðslum síðan og misst af hátt í 80 leikjum vegna meiðsla síðustu þrjár leiktíðir. Allt er það vegna vöðvameiðsla, sérstaklega í læri. Síðast meiddist hann á læri í byrjun mars og hefur verið frá síðan. Þó er búist við að hann geti snúið aftur í lið Barcelona næstu helgi.
Spænski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Fótbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Enski boltinn „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Enski boltinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira