Jón Gnarr ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 2. apríl 2024 20:02 Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Skjáskot/Jón Gnarr Jón Gnarr ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnir hann í myndbandi sem birtist á samfélagsmiðlum í kvöld. „Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð. Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
„Nú hef ég aftur velt þessu vandlega fyrir mér. Kynnt mér starfið í þaula, rætt við leika og lærða, fyrrverandi forseta, vini og fjölskyldu. Og auðvitað sér í lagi eiginkonu mína Jógu. Ég hef komist að niðurstöðu og hef ákveðið að bregðast við því ákalli og hvatningu sem ég hef fengið, og gefa kost á mér til embættis forseta Íslands í komandi kosningum,“ segir Jón í myndbandinu. „Ég vona auðvitað að ég hljóti umboð þjóðarinnar og held auðvitað að ég sé rétti maðurinn í starfið og verði góður og farsæll forseti. Ég hef margt fram að færa sem ég veit að skiptir máli. Sameiningartákn lýðveldisins er forsetinn. Hann þarf að þekkja íslenska þjóðarsál og getað sameinað þjóðina.“ Hann segist ætla að taka því af mikilli alvöru verði hann kosinn forseti lýðveldisins. Hann segir að íslenska þjóðin verði efst í huga sínum nái hann kjöri, þó hann vilji einnig eiga í góðu sambandi við stjórnvöld. Framboð Jóns hefur legið í loftinu um nokkra hríð. Í lok janúar sagðist hann ekki útiloka neitt varðandi mögulegt framboð, um miðjan febrúar sagðist hann íhuga það að fara fram af alvöru, og í lok mars sagði hann meiri líkur enn meiri á að hann tæki skrefið. Það var síðan um helgina að hann greindi frá því að hann myndi tilkynna um ákvörðun sína í dag. Jón Gnarr er grínisti, leikari og rithöfundur. Þó verður ekki um að ræða fyrsta skiptið þar sem hann stígur á hinn pólitíska völl. Líkt og alþjóð veit stofnaði hann Besta flokkinn árið 2009, sem bauð sig fram í borgarstjórnarkosningum ári síðar. Besti flokkurinn vann kosningasigur, varð stærsti flokkurinn og Jón Gnarr varð borgarstjóri Reykjavíkur. Besti flokkurinn og Jón Gnarr sátu einungis í eitt kjörtímabil og gáfu ekki aftur kost á sér í kosningunum 2014. Í nýju framboðsmyndbandi sínu segir Jón að sem borgarstjóri hafi hann stutt og vakið athygli á mannréttinda- og friðarbaráttu. Hann segist ætla að halda því áfram nái hann kjöri. Árið 2016 var Jón orðaður við forsetaframboð, en hann gaf ekki kost á þér þá, eftir að Ólafur Ragnar Grímsson hafði tilkynnt um að hann hygðist ekki gefa kost á sér aftur. „Ég er gríðarlega upp með mér og snortinn og finnst vænt um að fólk vilji að ég bjóði mig fram. Nei, ég hyggst ekki bjóða mig fram til forseta að svo stöddu en ég gæti hugsað mér að gera það síðar,“ sagði hann í Íslandi í dag á Stöð 2 fyrir rúmum átta árum síðan. Fréttin hefur verið uppfærð.
Forseti Íslands Forsetakosningar 2024 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira