„Veit að hún er að hugsa málið“ Jón Þór Stefánsson og Heimir Már Pétursson skrifa 2. apríl 2024 19:10 Katrín Jakobsdóttir er að hugsa málið um mögulegt forsetaframboð, að sögn samstarfsmanns hennar Orra Páls Jóhannssonar. Vísir/Vilhelm Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna, segist ekki átta sig á því hvort tal um mögulegt forsetaframboð Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, hafi orsakað skjálfta í ríkisstjórnarsamstarfinu. Hann segist vita að Katrín sé að velta fyrir sér framboðinu. „Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“ Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
„Nú er þetta væntanlega eitthvað sem forsætisráðherra er að hugsa með sér, og mun á einhverjum tímapunkti segja frá því hver niðurstaðan er í því. Ég átta mig ekki alveg á því hvort það sé kominn mikill skjálfti í fólk,“ sagði Orri í kvöldfréttum Stöðvar 2. Orri segir Katrínu ekki hafa rætt um mögulegt framboð við þingflokkinn. „Ég hins vegar veit að hún er að hugsa málið. Við höfum ekki rætt það öðru vísi en svo. Það er mikið kallað eftir viðbrögðum og svörum, og mikið skorað á hana með þetta. Ég veit það líka að Katrín yrði frábær forseti ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta verkefni,“ segir hann. „En ákvörðunin er sannarlega hennar, og ég veit það að á einhverjum tímapunkti ræðir hún þetta við okkur, þegar það liggur fyrir, af eða á. Það er beðið eftir því.“ Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í Reykjavík síðdegis í dag að hann sæi ekki fyrir sér að ríkisstjórnarsamstarfið haldi ef Katrín bjóði sig fram. Orri segir að Katrín sé vissulega mikilvæg fyrir ríkisstjórnina. „Katrín er vissulega mikilvægur leiðtogi þessarar ríkisstjórnar og VG. Ég hins vegar veit það, og við Vilhjálmur báðir, og allir hinir þingmennirnir, að við erum saman í stjórnarmeirihluta. Eigum við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð? Sjáum hver niðurstaðan verður í þessum vangaveltum forsætisráðherra, svo getum við rætt möguleg næstu skref, ef þess þarf.“ En heldur þú að ríkisstjórnin geti lifað það af að Katrín fari af þingi? „Þessi ríkisstjórn stendur styrkum fótum. Sannarlega hefur Katrín mjög mikið vægi í henni, enda forsætisráðherra og einn af þessum þremur leiðtogum sem að ákveða að ráðast í þessa vegferð.“ En yrði eftirsjá af formanninum í forsetaframboð og kannski á Bessastaði? „Ég hef nú ekki hugsað það alveg svona langt. En já, auðvitað yrði alltaf eftirsjá af sterkum og góðum leiðtoga eins og Katrín er. En að sama skapi ef hún ákveður að gefa kost á sér í þetta embætti þá veit ég að hún myndi sinna því með miklum sóma, eins og það sem hún tekur sér fyrir hendur.“ Heldur þú að hún muni hafa þetta bjóði hún sig fram? „Ég geri ráð fyrir því. En eins og ég segi: eigum við ekki við ekki bara láta hlutina gerast í réttri röð. Hún þarf náttúrulega fyrst að taka ákvörðun um hvort hún ætli að gefa kost á sér eða ekki.“
Forseti Íslands Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Forsetakosningar 2024 Vinstri græn Alþingi Mest lesið Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Fleiri fréttir Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann Sjá meira
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent