Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón komin með 1.500 meðmælendur Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. apríl 2024 10:52 Arnar, Ástþór, Baldur, Halla og Jón eru þau einu sem hafa gefið út að þau hafi náð tilskildum fjölda meðmælenda. vísir Arnar Þór Jónsson, Ástþór Magnússon, Baldur Þórhallsson, Halla Tómasdóttir og Jón Gnarr eru einu forsetaframbjóðendurnir sem komnir eru með tilskilinn fjölda meðmælenda, eftir því sem næst verður komist. Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar. Forsetakosningar 2024 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira
Rafræn meðmælasöfnun hófst 1. mars síðastaliðinn en til að eiga kost á þátttöku í forsetakosningunum þurfa frambjóðendur að safna að lágmarki 1.500 meðmælendum og að hámarki 3.000. Gerð er krafa um 1.233 meðmælendur í Sunnlendingafjórðungi, 56 í Vestfirðingafjórðungi, 157 í Norðlendingafjórðungi og 54 í Austfirðingafjórðungi. Safna má meðmælum bæði á netinu og skriflega. Hvorki Helga Þórisdóttir, forstjóri Persónuverndar, né Sigríður Hrund Pétursdóttir fjárfestir hafa náð að safna 1.500 undirskriftum, enn sem komið er. Framboð Helgu er þó bjartsýnt á að það náist á næstu dögum og þá segir Harpa B. Hjálmtýsdóttir, samskiptastjóri Sigríðar, nægan tíma til stefnu. Framboðsfresturinn rennur út 26. apríl 2024. Beðið eftir Katrínu Guðmundur Felix Grétarsson, „handhafi“ eins og hann hefur kallað sig, bættist í hóp yfirlýstra frambjóðenda í vikunni og þá hefur Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona hafið undirskriftasöfnun. Steinunn hafði áður gefið út að hún myndi bjóða sig fram ef Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra færi fram. Ákvörðunar forsætisráðherra er beðið með mikilli eftirvæntingu en mörgum þykir pólitísk atburðarás vikunnar benda sterklega til þess að hún muni sækjast eftir forsetaembættinu. Frambjóðendurnir eru þeir einu sem hafa aðgang að upplýsingum um fjölda meðmælenda. Fjölmiðlar geta þannig ekki fylgst með söfnun undirskrifta nema með því að hafa samband við framboðin. Eins og stendur eru 65 skráðir frambjóðendur á island.is en Vísir hefur áður greint frá því að margir hafi lent í því að stofna undirskriftasöfnun þegar þeir ætluðu að mæla með frambjóðanda. Uppfært: Fréttin hefur verið uppfærð eftir að náðist í framboð Arnars Þórs Jónssonar.
Forsetakosningar 2024 Mest lesið Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Innlent Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar Innlent „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Erlent Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Erlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Paul Watson heitir að trufla hvalveiðar á Íslandi í sumar „Ófremdarástandi“ Sjálfstæðisflokksins ljúki með uppbyggingu nýs fangelsis Leigubílamarkaðurinn sé eins og „villta vestrið“ Þjóðin verði að átta sig á að fimmtungur sé ekki íslenskumælandi Fyrirvarinn verði örfáar mínútur „Allt það besta og allt það versta“ sé í skólum landsins Samkeppniseftirlitið ætlar að skoða kvörtun verkalýðsfélaga Heiða Björg hættir sem formaður SÍS Menningarráðherra hvetur opinber fyrirtæki til að að bjóða upp á ensku Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Sjá meira