Halda áformum um framtíð MÍR til streitu eftir dóm Kjartan Kjartansson skrifar 5. apríl 2024 07:02 Húsnæði MÍR er á fyrstu hæð Hverfisgötu 105. Það hefur meðal annars verið leigt út undir spænskukennslu. Ákvörðun aðalfundar um að selja það var ógilt í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Stjórn menningarfélagsins MÍR stefnir enn á að selja húsnæði félagsins og leggja niður starfsemi þess í núverandi mynd. Unnið er að undirbúningi nýs aðalfundar eftir að dómstóll ógilti ákvarðanir sem voru samþykktar á fundi sem hann taldi ekki löglega boðaðan. Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera. Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Samþykkt var að hætta rekstri Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) á aðalfundi sem var haldinn sumarið 2022. Samhliða var samþykkt að selja eignir félagsins, þar á meðal húsnæði þess að Hverfisgötu 105 í Reykjavík, og láta söluvirðið mynda stofnfé sjóðs sem var ætlað að styrkja menningarstarfsemi sem tengdist menningum og sögu Rússlands. Þrír aldnir félagsmenn, þar á meðal fyrrverandi formaður félagsins til áratuga, stefndu stjórn MÍR á þeirri forsendu að boðun aðalfundarins hefði ekki staðist lög. Kröfðust þeir þess að ákvarðanir fundarins yrðu ógiltar. Héraðsdómur Reykjavíkur féllst á það í síðasta mánuði og ógilti ákvarðanir aðalfundarins um breytingar á starfseminni og sölu eigna. Þrátt fyrir að hafa verið gerð afturreka með áform sín fyrir dómstóli er stjórn MÍR ekki af baki dottin. Einar Bragason, formaður stjórnarinnar, segir að stefna hennar sé óbreytt og til standi að leggja áformin fram aftur á nýjum aðalfundi. „Það verður fljótlega. Það er verið að undirbúa það,“ segir Einar um undirbúning aðalfundar. Boða þarf til aðalfundar MÍR með þriggja vikna fyrirvara. Hann segist ekki geta svarað því hvernig fundurinn verði auglýstur að þessu sinni en héraðsdómur taldi að ekki hafi nægt að hengja upp auglýsingu í glugga húsnæðisins að Hverfisgötu um aðalfundinn fyrir tveimur árum. Stjórnarmenn hafa sagt að sá háttur hafi verið hafður á lengi hjá félaginu. Stefnendur í málinu héldu því fram að aðeins stjórnarmenn hefðu verið viðstaddir aðalfundinn en stjórnin sagði að á bilinu fimm til tíu félagsmenn hefðu mætt. Einar sagði Vísi í fyrra að stefnendurnir þrír hefðu ekki haft nein afskipti af starfsemi MÍR í seinni tíð. Hann segir að það hafi ekki breyst eftir málaferli síðustu missera.
Félagasamtök Dómsmál Rússland Reykjavík Tengdar fréttir Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00 MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Friðurinn úti hjá MÍR Fyrrverandi formaður félagasamtakanna Menningartengsla Íslands og Rússlands (MÍR) til áratuga er á meðal þriggja félagsmanna sem hafa stefnt stjórn félagsins vegna ákvörðunar um að breyta því í styrktarsjóð og selja húsnæði þess. Stjórnarmenn vísa ásökunum stefnendanna um að ákvörðunin hafi verið ólögleg á bug. 6. maí 2023 07:00
MÍR dregur saman seglin eftir sjötíu ára starf Sögufrægt menningarfélag Íslands og Rússlands sem státaði um tíma af á annað þúsund félögum og helstu jöfrum íslenskra bókmennta ákvað að hætta fyrri rekstri sínum og selja húsnæði sitt í fyrra. Samskipti félagsins við rússneska sendiráðið höfðu farið stirðnandi á undanförnum árum. 1. maí 2023 09:00