Síðasta vígi norrænna seðla fallið Árni Sæberg skrifar 4. apríl 2024 13:54 Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans. Stöð 2/Einar Landsbanki Íslands hefur hætt kaupum og sölu á norskum krónum og mun frá og með 3. maí 2024 hætta að kaupa og selja sænskar eða danskar krónur. Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að bankinn hafi boðið upp á kaup og sölu á norskum, sænskum og dönskum myntum eins lengi og unnt var, en þar sem viðskiptabankar í móttökulandi hafi tekið fyrir skipti á reiðufé frá öðrum löndum sé ljóst að því verður ekki fram haldið. Notkun fari minnkandi Í tilkynningunni segir að notkun reiðufjár fari minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafi flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafi einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti hafi verið hertar, aftur sérstaklega á Norðurlöndunum. Fólk komi aftur heim með seðlana Samhliða þessum breytingum hafi eftirspurn viðskiptavina eftir erlendu reiðufé minnkað verulega undanfarin ár. Það verði sífellt erfiðara að greiða með reiðufé á alþjóðavettvangi. Starfsfólk í útibúum Landsbankans sé í mörgum tilfellum að taka á móti gjaldeyri sem viðskiptavinir gátu ekki notað til að inna af hendi greiðslur á ferðalögum sínum erlendis. Síðasta vígið fallið Þegar breytingar Landsbankans taka gildi verða engir norrænir seðlar fáanlegir í viðskiptabönkum hér á landi. Í byrjun árs tilkynnti Íslandsbanki að bankinn hefði þegar hætt að taka við dönskum, norskum og sænskum seðlum. Arion banki tilkynnti mánuði seinna að frá og með 15. mars 2024 myndi bankinn aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. Greiðslumiðlun Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Danmörk Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14 Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47 Mest lesið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Í tilkynningu á vef Landsbankans segir að bankinn hafi boðið upp á kaup og sölu á norskum, sænskum og dönskum myntum eins lengi og unnt var, en þar sem viðskiptabankar í móttökulandi hafi tekið fyrir skipti á reiðufé frá öðrum löndum sé ljóst að því verður ekki fram haldið. Notkun fari minnkandi Í tilkynningunni segir að notkun reiðufjár fari minnkandi í Evrópu og sérstaklega á Norðurlöndunum. Aukin notkun á stafrænni tækni í verslun og viðskiptum og heimsfaraldur hafi flýtt þeirri þróun. Varnir gegn peningaþvætti hafi einnig sett gjaldeyrisviðskiptum með reiðufé verulegar skorður og lög og reglur um aðgerðir gegn peningaþvætti hafi verið hertar, aftur sérstaklega á Norðurlöndunum. Fólk komi aftur heim með seðlana Samhliða þessum breytingum hafi eftirspurn viðskiptavina eftir erlendu reiðufé minnkað verulega undanfarin ár. Það verði sífellt erfiðara að greiða með reiðufé á alþjóðavettvangi. Starfsfólk í útibúum Landsbankans sé í mörgum tilfellum að taka á móti gjaldeyri sem viðskiptavinir gátu ekki notað til að inna af hendi greiðslur á ferðalögum sínum erlendis. Síðasta vígið fallið Þegar breytingar Landsbankans taka gildi verða engir norrænir seðlar fáanlegir í viðskiptabönkum hér á landi. Í byrjun árs tilkynnti Íslandsbanki að bankinn hefði þegar hætt að taka við dönskum, norskum og sænskum seðlum. Arion banki tilkynnti mánuði seinna að frá og með 15. mars 2024 myndi bankinn aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum.
Greiðslumiðlun Landsbankinn Fjármálafyrirtæki Danmörk Noregur Svíþjóð Tengdar fréttir Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37 Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14 Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47 Mest lesið Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Hætta viðskiptum með seðla í öllum erlendum myntum nema fjórum Frá og með 15. mars 2024 mun Arion banki aðeins taka við og selja erlenda seðla í fjórum myntum; breskum pundum, bandaríkjadollar, pólskum zloty og evrum. 2. febrúar 2024 14:37
Taka ekki lengur við dönskum seðlum Frá og með áramótum hætti Íslandsbanki að taka á móti seðlum í dönskum krónum. 4. janúar 2024 10:14
Hætta að taka við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum Arion banki hefur tilkynnt að ekki verði lengur tekið við 500 og 1.000 króna dönskum seðlum frá og með áramótum. 19. desember 2023 13:47